Prentað þann 14. apríl 2025
1181/2018
Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 89/2009, um starfsheiti tollvarða.
1. gr.
Við 3. mgr. 11. gr. reglugerðarinnar bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Séu fleiri tollverðir með sama starfsheiti í sömu skipulagseiningu eða deild hvílir verkstjórnarskylda og eftir atvikum stjórnunarskylda á herðum þess tollvarðar sem slíka skyldu ber samkvæmt starfslýsingu.
2. gr.
Í stað orðanna "einstök starfsheiti" í 1. mgr. 12. gr. reglugerðarinnar kemur: einstök starfsheiti og hvort öll starfsheiti skuli notuð.
3. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimildum í 2. mgr. 46. gr. og 193. gr. tollalaga nr. 88/2005, með síðari breytingum, og öðlast þegar gildi.
Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 18. desember 2018.
F. h. r.
Ingibjörg Helga Helgadóttir.
Benedikt S. Benediktsson.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.