Prentað þann 6. apríl 2025
1178/2015
Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1248/2014, um rannsóknir og forvarnir gegn slysum og flugatvikum í almenningsflugi.
1. gr.
1. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Með reglugerð þessari öðlast gildi hér á landi eftirfarandi EES-gerðir:
- Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 996/2010 frá 20. október 2010 um rannsóknir og forvarnir gegn slysum og flugatvikum í almenningsflugi og um niðurfellingu á tilskipun 94/56/EB. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 36 frá 12. júní 2014, bls. 176.
- Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2012/780/ESB frá 5. desember 2012 um aðgangsrétt að miðlægu evrópsku gagnasafni um öryggistilmæli og svör við þeim sem komið var á fót með 5. mgr. 18. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 996/2010 um rannsóknir og forvarnir gegn slysum og flugatvikum í almenningsflugi og um niðurfellingu á tilskipun 94/56/EB. Ákvörðunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 36 frá 12. júní 2014, bls. 192.
2. gr. Gildistaka og lagastoð.
Reglugerð þessi er sett með heimild í 40. gr. laga nr. 18/2013, um rannsókn samgönguslysa, með síðari breytingum, og öðlast þegar gildi.
Innanríkisráðuneytinu, 9. desember 2015.
F. h. r.
Sigurbergur Björnsson.
Björn Freyr Björnsson.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.