Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Prentað þann 8. apríl 2025

Stofnreglugerð

1158/2024

Reglugerð um gildistöku reglugerðar Evrópusambandsins um aðferðina sem skilastjórnvöld munu nota til að meta kröfuna sem um getur í 104. gr. a í tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2013/36/ESB og samanlagða kröfu um eiginfjárauka fyrir skilaaðila á samstæðustigi skilasamstæðu ef skilasamstæðan fellur ekki undir þær kröfur samkvæmt þeirri tilskipun.

1. gr.

Með reglugerð þessari öðlast gildi framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1118 frá 26. mars 2021 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/59/ESB að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla þar sem tilgreind er aðferðin sem skilastjórnvöld munu nota til að meta kröfuna sem um getur í 104. gr. a í tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2013/36/ESB og samanlagða kröfu um eiginfjárauka fyrir skilaaðila á samstæðustigi skilasamstæðu ef skilasamstæðan fellur ekki undir þær kröfur samkvæmt þeirri tilskipun, með þeim aðlögunum sem leiðir af bókun 1 um altæka aðlögun við EES-samninginn, sbr. lög um Evrópska efnahagssvæðið, nr. 2/1993, þar sem bókunin er lögfest. Reglugerðin er birt á bls. 91-96 í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 92 frá 20. desember 2023.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 22. gr. a laga um skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja, nr. 70/2020, öðlast þegar gildi.

Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 18. október 2024.

F. h. r.

Guðrún Þorleifsdóttir.

Eggert Páll Ólason.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.