Prentað þann 7. apríl 2025
1158/2007
Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 463/1999 um framkvæmd almannatrygginga og skráningu í tryggingaskrá.
1. gr.
Í 2. málsl. 1. gr. falla brott orðin "Hagstofu Íslands".
2. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 8. gr.:
- Í stað orðanna "32. gr. laga nr. 117/1993" í 1. málsl. 1. mgr. kemur: 37. gr. laga nr. 100/2007.
- Í stað orðsins "Sjúkratryggingadeild" í 1. málsl. 2. mgr. kemur: Tryggingastofnun ríkisins.
3. gr.
Í stað "38. gr." í 1. og 2. málsl. 9. gr. kemur: 43. gr.
4. gr.
7. og 8. mgr. 11. gr. falla brott.
5. gr.
Í stað orðanna "Útlendingaeftirlitinu" og "Hagstofu Íslands" í 18. gr. koma orðin "Útlendingastofnun" og "Þjóðskrá".
6. gr.
19. gr. fellur brott.
7. gr.
23. gr. orðast svo:
Við framkvæmd reglugerðar þessarar skal taka mið af ákvæðum milliríkjasamninga um almannatryggingar sem Ísland er aðili að, þ.m.t. lagaskilareglum.
Tryggingastofnun ríkisins getur gert samkomulag við stjórnvöld í öðrum ríkjum um undantekningar frá lagaskilareglum reglugerðar Evrópusambandsins nr. 1408/71 um almannatryggingar í samræmi við 17. gr. þeirrar reglugerðar í þágu ákveðinna einstaklinga eða hópa einstaklinga. Við gerð slíks samkomulags skal Tryggingastofnun taka mið af hagsmunum einstaklingsins. Þó skal samkomulag aldrei gert til lengri tíma en 5 ára.
8. gr.
Reglugerð þessi sem sett er með stoð í 15. gr., 4. mgr. 37. gr. og 70. gr. laga nr. 100/2007 um almannatryggingar, með síðari breytingu, öðlast þegar gildi.
Við samningu reglugerðar þessarar var höfð hliðsjón af reglugerðum Evrópusambandsins nr. 1408/71 og nr. 574/72 um almannatryggingar, með síðari breytingum, og ákvörðunum og tilmælum framkvæmdaráðs Evrópusambandsins um félagslegt öryggi farandlaunþega sem eru hluti af EES-samningnum.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, 7. desember 2007.
Guðlaugur Þór Þórðarson.
Ragnheiður Haraldsdóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.