1116/2009
Reglugerð um að koma á fót Net- og upplýsingaöryggisstofnun Evrópu. - Brottfallin
Felld brott með:
Breytingareglugerð:
1. gr.
Innleiðing.
Með reglugerð þessari öðlast gildi hér á landi eftirfarandi reglugerðir Evrópuþingsins og ráðsins (EB), samkvæmt ákvörðunum sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á XI. viðauka EES-samningsins með þeim breytingum og viðbótum sem leiða af XI. viðauka samningsins og bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum hans:
-
Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 460/2004 frá 10. mars 2004 um að koma á fót Net- og upplýsingaöryggisstofnun Evrópu, sem birtist í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 27, dagsett 8. maí 2008, á bls. 105, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 103/2004 frá 8. maí 2008.
-
Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins nr. 1007/2008 frá 24. september 2008 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 460/2004 um að koma á fót Net- og upplýsingaöryggisstofnun Evrópu, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 46/2009 frá 24. apríl 2009, sem birtist sem fylgiskjal I við reglugerð þessa.
2. gr.
Gildistaka.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 16. gr. laga nr. 69/2003 um Póst- og fjarskiptastofnun með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 28. desember 2009.
Kristján L. Möller.
Ragnhildur Hjaltadóttir.
Fylgiskjal.
(sjá PDF-skjal)