Dóms- og kirkjumálaráðuneyti

509/1995

Reglugerð um breytingu á reglugerð um gerð og búnað ökutækja, nr. 411 11. október 1993. - Brottfallin

Reglugerð

 um breytingu á reglugerð um gerð og búnað ökutækja, 

 nr. 411 11. október 1993.

1. gr.

21. gr. breytist þannig:

a. Við lið 21.10 (3) bætist ný málsgrein, svohljóðandi:

Tengibúnaður bifreiðar og festingar hans teljast vera fullnægjandi ef búnaðurinn er samkvæmt ákvæðum EB tilskipunar nr. 94/20.

b. Við lið 21.50 (2) bætist ný málsgrein, svohljóðandi:

Dráttarbeisli eftirvagns og tengibúnaður telst vera fullnægjandi ef beisli og búnaður er samkvæmt ákvæðum EB tilskipunar nr. 94/20.

2. gr.

Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt umferðarlögum, nr. 50 30. mars 1987, svo og með hliðsjón af lið 45r í I. kafla II. viðauka við EES samninginn, öðlast þegar gildi.

EB gerðin sem vísað er til er birt í EES viðbæti við Stjórnartíðindi EB, 57. hefti 1994, bls. 2-61.

Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 19. september 1995.

Þorsteinn Pálsson.

Ólafur W. Stefánsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica