Innviðaráðuneyti

1085/2024

Reglugerð um afnám leyfisskoðunar ökutækja.

1. gr.

Breytingar á reglugerð um skoðun ökutækja nr. 414/2021.

Eftirfarandi breytingar verða á reglugerð um skoðun ökutækja nr. 414/2021:

  1. Á eftir orðunum "(N2 og N3)," í d-lið 1. mgr. 6. gr. kemur: ökutæki í notkunarflokknum ökutæki til farþegaflutninga eða farmflutninga í atvinnuskyni,.
  2. 38. gr. reglugerðarinnar fellur brott og breytist röð annarra greina til samræmis.
  3. Orðið "leyfisskoðunum," í 40. gr. fellurbrott.
  4. 2. mgr. 44. gr. fellur brott og breytist röð annarra málsgreina til samræmis.

 

2. gr.

Breytingar á reglugerð um leyfi til að stunda farþegaflutninga
og farmflutninga á landi nr. 474/2017.

Eftirfarandi breytingar verða á reglugerð um leyfi til að stunda farþegaflutninga og farm­flutninga á landi nr. 474/2017:

  1. Við 5. mgr. 5. gr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Skulu þau skráð í notkunarflokkinn "Ökutæki til farþegaflutninga eða farmflutninga í atvinnuskyni".
  2. F-liður 1. mgr. 7. gr. verður svohljóðandi: lista yfir ökutæki sem tilheyra rekstrinum og verða notuð til farþegaflutninga og farmflutninga í atvinnuskyni.
  3. G-liður 1. mgr. 7. gr. fellur brott.
  4. 5. tölul. 2. mgr. 10. gr. fellur brott og breytist röð annarra töluliða til samræmis.
  5. 3. tölul. 3. mgr. 11. gr. fellur brott og breytist röð annarra töluliða til samræmis.
  6. 4. mgr. 11. gr. fellur brott.
  7. 3. mgr. 16. gr. fellur brott.
  8. Fyrirsögn 16. gr. verður svohljóðandi: Skyldur leyfishafa.

 

3. gr.

Breytingar á reglugerð um gerð og búnað ökutækja nr. 822/2004.

Á eftir ákvæði 01.106 í 1. gr. bætist nýtt ákvæði, sem orðast svo:

01.107 Ökutæki til farþegaflutninga eða farmflutninga í atvinnuskyni.

Ökutæki sem skráð er til farþegaflutninga eða farmflutninga í atvinnuskyni á grundvelli leyfis skv. lögum um farþegaflutninga og farmflutninga á landi, nr. 28/2017.

 

4. gr.

Lagastoð og gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 74. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 og 5. og 34. gr. laga um farþegaflutninga og farmflutninga á landi nr. 28/2017, öðlast gildi 1. janúar 2025.

 

Innviðaráðuneytinu, 11. september 2024.

 

Svandís Svavarsdóttir.

Aðalsteinn Þorsteinsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica