Veflestur er þjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

1073/2009

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 910, 31. nóvember 2001, um skýrsluskil vegna viðskipta með afla. - Brottfallin

1. gr.

Á eftir 8. gr. reglugerðarinnar kemur ný grein sem verður 9. gr. og orðist svo:

Veiðivottorð til að staðreyna löglegan uppruna afla og afurða.

Þegar ætlunin er að flytja afla eða afurðir af íslensku veiðiskipi inn á markað Evrópu­sambandsins skal Fiskistofa staðfesta veiðivottorð, sbr. viðauka við reglugerð þessa. Í veiðivottorði skulu koma fram auk upplýsinga um aflann eða afurðina, nafn skips, skipaskrárnúmer, veiðisvæði, löndunardagur, útgerðaraðili, löndunarhöfn og ákvörðunar­staður aflans eða afurðarinnar.

Útflytjandi er ábyrgur fyrir útgáfu vottorðsins og skal senda Fiskistofu allar nauðsynlegar upplýsingar til staðfestingar á því.

Fiskistofa sér um útgáfu og staðfestingu veiðivottorða samkvæmt þessari grein.

2. gr.

9. gr. reglugerðarinnar verður að 10. gr.

3. gr.

10. gr. reglugerðarinnar verður að 11. gr. og orðist svo:

Reglugerð þessi er sett með heimild í 16. gr. laga nr. 116, 10. ágúst 2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum, 31. gr. laga nr. 55, 10. júní 1998 um meðferð, vinnslu og dreifingu sjávarafurða, með síðari breytingum og 30. gr. laga nr. 57, 3. júní 1996 um umgengni um nytjastofna sjávar, með síðari breytingum.

4. gr.

Við reglugerðina bætist viðauki "Veiðivottorð Fiskistofu" sem birtur er með reglugerð þessari á íslensku og ensku.

5. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 16. gr. laga nr. 116, 10. ágúst 2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum, 31. gr. laga nr. 55, 10. júní 1998 um meðferð, vinnslu og dreifingu sjávarafurða, með síðari breytingum og 30. gr. laga nr. 57, 3. júní 1996 um umgengni um nytjastofna sjávar, með síðari breytingum. Reglugerð þessi öðlast gildi 1. janúar 2010.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 22. desember 2009.

F. h. r.
Steinar Ingi Matthíasson.

Kristján Freyr Helgason.

VIÐAUKI
(sjá PDF-skjal)

Prenta reglugerð

Þetta vefsvæði byggir á Eplica