Samgönguráðuneyti

1054/2004

Reglugerð um breytingu á reglugerð um ökuskírteini, nr. 501 11. ágúst 1997. - Brottfallin

Stofnreglugerð:

Felld brott með:

1. gr.

Í stað orðsins "Umferðarráð" í 3. mgr. 26. gr. reglugerðarinnar og sama orðs hvarvetna annars staðar í reglugerðinni og viðaukum með henni komi (í viðeigandi falli): Umferðarstofa.


2. gr.

36. gr. falli niður.


3. gr.

38. gr. skal þannig orðuð:
Liggja skal fyrir skriflegt vottorð ökuskóla og ökukennara um að nemandi hafi fengið fræðilega kennslu í samræmi við námskrá fyrir hlutaðeigandi flokk. Hafi fleiri en einn ökuskóli eða ökukennari annast kennslu nemandans, skal sá sem síðast kenndi honum gefa út vottorðið.


4. gr.

39. gr. skal þannig orðuð:
Liggja þarf fyrir skriflegt vottorð ökukennara um að hann telji nemandann hafa fengið verklega kennslu í samræmi við námskrá fyrir hlutaðeigandi flokk. Auk ökukennarans skal ökuskóli staðfesta að nemandi hafi fengið verklega kennslu í samræmi við námskrá fyrir flokka aukinna ökuréttinda.

Umsækjandi skal hafa staðist verklega prófið áður en sex mánuðir eru liðnir frá því hann stóðst fræðilega prófið.


5. gr.

Í stað orðanna: "1. og 2. málsgreinar" í 4. mgr. 70. gr komi: 2. og 3. málsgreinar.


6. gr.

83. gr. falli brott:


7. gr.

Orðin: "ökupróf og" í 1. mgr. 87. gr. falli brott.
3. mgr. 87. gr. falli brott.


8. gr.

Aftan við 3. mgr. í kafla "1. Námskrár" í IV. viðauka komi ný mgr., 4. mgr., þannig orðuð: Ökukennari og ökuskóli bera ábyrgð á að undirbúningur ökunema sé í samræmi við námskrá.


9. gr.

Kafli: "2. Fræðilegt ökunám", í IV. viðauka, falli niður og breytist númer á öðrum köflum viðaukans í samræmi við það, þannig að kafli þrjú verði númer 2 og kafli fjögur númer 3.


10. gr.

3. kafli V. viðauka skal þannig orðaður:


3. Fræðilegt próf.

Fræðilegt próf skal vera skriflegt. Spyrja skal annars vegar um almenn atriði er varða umferðarlöggjöf, viðurkennda aksturshætti, ökutækið, mannlega þætti, öryggisbúnað og viðbrögð á slysstað og hins vegar um sértæk atriði er varða viðkomandi flokk ökuréttinda. Próftaki skal fá a.m.k. 45 mínútur til að leysa úr verkefninu.

Prófkröfur skulu vera í samræmi við námskrár.

Fræðilegt próf missir gildi ef nemandinn stenst ekki verklega hluta prófsins innan sex mánaða.

Við próf fyrir þá flokka, þar sem ekki er krafist læknisvottorðs, skal kanna sjón próftaka á þann hátt að hann þarf að geta lesið af skráningarmerki ökutækis (gerð A) úr 20 metra fjarlægð.


11. gr.

Á 2. kafla VII. viðauka um tákntölur sem gilda fyrir aðildarríki Evrópska efnahagssvæðisins (EES) og Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) verða eftirfarandi breytingar á skýringum með tákntölunum:
a-liður nr. 78 skal þannig orðaður: Takmarkað við ökutæki með sjálfskiptingu.
b-liður nr. 79 skal þannig orðaður: Takmarkað við ökutæki sem skilgreint er í sviga.


12. gr.

Reglugerð þessi sem er sett samkvæmt heimild í 52. gr. umferðarlaga, nr. 50 30. mars 1987, öðlast þegar gildi.


Samgönguráðuneytinu, 19. október 2004.

Sturla Böðvarsson.
Ragnhildur Hjaltadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica