Reglugerð þessi fjallar um sérákvæði sem eiga við um heimildir tannlækna til að ávísa lyfjum, en að öðru leyti fer samkvæmt reglugerð um gerð lyfseðla og ávísun lyfja.
Tannlæknum er heimilt að ávísa sjúklingum sínum, þó ekki dýrum, eftirfarandi lyfjum:
1. | Lyfjum til staðbundinnar verkunar á eða í tönnum eða aðliggjandi vef eða munnslímhimnum. | |
2. | Lyfjum í eftirtöldum lyfjaflokkum, sbr. skrá í gildandi sérlyfjaskrá sem byggir á ATC-flokkakerfi (Anatomical-Therapeutical-Chemical classification): |
|
ATC-flokkur |
Lyf |
|
A 01 | Munn- og tannlyf | |
A 04 A D | Lyf við uppköstum | |
A 07 A A | Sýklalyf | |
B 02 A A | Blæðingalyf (amínósýrur) | |
D 01 A | Sveppalyf til staðbundinnar notkunar | |
D 06 | Sýklalyf við húðsjúkdómum | |
D 07 | Barksterar | |
D 09 A A | Sáralín með sýkingalyfjum | |
J 01 | Sýklalyf | |
J 02 A | Sveppalyf | |
M 01 A | Bólgueyðandi lyf og gigtarlyf | |
N 02 A A 59 | Kódein í blöndum | |
N 02 A X 02 | Tramadól | |
N 02 B | Önnur verkjalyf og hitalækkandi lyf | |
N 05 B | Róandi og kvíðastillandi lyf, í afmældum skömmtum og minnstu skráðri pakkningastærð í senn, nema eftirritunarskyld lyf | |
N 05 C | Svefnlyf og róandi lyf, í afmældum skömmtum og minnstu skráðri pakkningastærð í senn, nema eftirritunarskyld lyf | |
N 07 B A 01 | Nikótín | |
P 01 A B | Nítróímídazólafleiður | |
R 02 A | Hálslyf | |
R 06 A D 02 | Prómetasín | |
R 06 A E | Píperazínafleiður |
Ennfremur
ATC-flokkur | Lyf | Hámarksmagn á lyfseðli |
N 02 A G 02 | Ketóbemídón og krampalosandi lyf í blöndum | Lyf í afmældum lyfjaformum, 20 stk. |
3. | Tannlæknar með sérfræðimenntun mega auk þess, sem segir hér að framan, ávísa sjúklingum sínum lyfjum í eftirtöldum lyfjaflokkum: |
|
ATC-flokkur |
Lyf |
|
A 04 A | Lyf við uppköstum og lyf við ógleði | |
B 02 A | Storkusundrunarhemlar (antifibrinolytica) | |
B 02 B D | Storkuþættir | |
H 02 A B | Sykurhrífandi barksterar | |
J 05 A B | Núkleósíðar og núkleótíðar, að undanskildum bakritahemlum | |
M 03 BA 02 | Karísópródól | |
M 03 B A 52 | Karísópródól í blöndum, þó ekki með geðlyfjum | |
M 03 B C 51 | Blönduð orfenadrínlyf | |
R 01 A | Lyf við nefstíflu og önnur lyf til staðverkunar | |
R 01 B | Neflyf, ætluð til inntöku | |
R 05 | Hósta- og kveflyf | |
V 03 A B 14 | Prótamínsúlfat |
Tannlæknum er heimilt að ávísa sér eftirtöldum eftirritunarskyldum lyfjum til notkunar við störf sín og skulu þeir þá rita á lyfseðilinn "Til nota í starfi":
ATC-flokkur | Lyf | Hámarksmagn á lyfseðli |
N 02 A A 01 | Morfín | 20 lykjur af stungulyfi |
N 02 A G 02 | Ketóbemídón og krampalosandi lyf í blöndum | 20 lykjur af stungulyfi |
Þá er tannlæknum með sama hætti heimilt að ávísa sjálfum sér til notkunar við störf sín þeim lyfjum sem greind eru í 2. gr., 1. og. 2. tl., auk eftirfarandi:
ATC-flokkur | Lyf |
A 03 B A 01 | Atrópín |
C 01 C A 24 | Epínefrín (adrenalín) |
H 02 A B 09 | Hýdrókortisón |
N 01 B | Staðdeyfilyf, nema útvortis lyf |