Prentað þann 14. apríl 2025
1043/2008
Reglugerð um flug- og vinnutímamörk og hvíldartíma flugverja.
1. gr. Gildissvið.
Reglugerð þessi gildir um allt atvinnuflug á vegum aðila sem hafa leyfi til reksturs loftfara í atvinnuskyni, útgefið af Flugmálastjórn Íslands.
Reglugerð þessi gildir um flug á vegum íslenskra fyrirtækja og stofnana sem starfrækja loftför í þágu eigin starfsemi.
Reglugerð þessi gildir um kennsluflug.
2. gr. Viðaukar.
I. viðauki við reglugerð þessa, sem telst hluti hennar, hefur að geyma ákvæði varðandi flutningaflug á flugvél, að undanskildu því flugi sem fellur undir II. og III. viðauka við reglugerð þessa. I. viðauki samanstendur af FTL-kafla, fartíma og vinnutímamörk og reglur um hvíldartíma, í III. viðauka við reglugerð framkvæmdastjórnar ESB nr. 965/2012, sbr. reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 83/2014.
II. viðauki við reglugerð þessa, sem telst hluti hennar, hefur að geyma sértæk ákvæði varðandi:
a) | Einn flugmann í áhöfn flugvélar í flutningaflugi og verkflugi. | |
b) | Sjúkraflug flugvélar. | |
c) | Verkflug flugvélar. | |
d) | Kennsluflug flugvélar. |
III. viðauki við reglugerð þessa, sem telst hluti hennar, hefur að geyma sértæk ákvæði varðandi:
a) | Flutningaflug þyrlu, þ.m.t. sjúkraflug með þyrlu. | |
b) | Verkflug, þ.m.t. leitar- og björgunarflug með þyrlu. | |
c) | Kennsluflug með þyrlu. |
3. gr. Leiðbeiningarefni o.fl.
Flugmálastjórn Íslands skal taka saman og viðhalda með samræmdum hætti þeim leiðbeiningum, skýringum og heimildum sem veittar eru skv. 4. gr. af hálfu stofnunarinnar vegna reglugerðar þessarar. Upplýsingarnar skulu settar fram í aðgengilegu formi á heimasíðu Flugmálastjórnar Íslands.
4. gr. Undanþágur.
Um meðferð undanþágubeiðna vegna ákvæða í viðauka I er nánar kveðið á í 14. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 216/2008, sem innleidd var með reglugerð nr. 812/2012 um sameiginlegar reglur um almenningsflug og stofnun Flugöryggisstofnunar Evrópu.
Flugmálastjórn Íslands er heimilt að veita undanþágur frá ákvæðum viðauka II og III, enda sé sérstökum ástæðum til að dreifa sem réttlæti slíkt og flugöryggi er ekki stefnt í hættu að mati stofnunarinnar.
5. gr. Viðurlög.
Brot gegn reglugerð þessari varðar refsingu skv. 141. gr. laga nr. 60/1998 um loftferðir með síðari breytingum.
6. gr. Kæruréttur.
Ákvarðanir Flugmálastjórnar Íslands sæta kæru samkvæmt almennum reglum stjórnsýslulaga.
7. gr. Gildistaka o.fl.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt 4. mgr. 37. gr., sbr. 145. gr. laga nr. 60/1998 um loftferðir og tekur gildi 1. febrúar 2009. Samhliða fellur úr gildi reglugerð nr. 782/2001 um flug- og vinnutímamörk og hvíldartíma flugáhafna.
Með reglugerð þessari öðlast gildi hér á landi Q-kafli í viðauka III í eftirtöldum reglugerðum Evrópuþingsins og ráðsins og framkvæmdastjórnarinnar með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af XIII. viðauka samningsins, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum hans:
- Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins nr. 1899/2006 frá 12. desember 2006 um breytingu á reglugerð ráðsins nr. 3922/91 um samræmingu á tæknikröfum og stjórnsýslumeðferð á sviði flugmála, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 120/2007;
- Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar nr. 8/2008 frá 11. desember 2007 um breytingu á reglugerð ráðsins nr. 3922/91 um samræmingu á tæknikröfum og stjórnsýslumeðferð á sviði flugmála, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 70/2008, og
- Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar nr. 859/2008 frá 20. september 2008 um breytingu á reglugerð ráðsins nr. 3922/91 um samræmingu á tæknikröfum og stjórnsýslumeðferð á sviði flugmála.
Með reglugerð þessari öðlast ennfremur gildi hér á landi tiltekin ákvæði í tilskipun ráðsins 2000/79/EB frá 27. nóvember 2000 um Evrópusamning og skipulag vinnutíma farstarfsmanna í almenningsflugi sem gerður var milli Evrópusambands flugfélag (AEA), Sambands félags flutningaverkamanna í Evrópu (ETF), Evrópska flugliðasambandsins (ECA), Samtaka evrópskra svæðisflugfélaga (ERA) og Alþjóðasamtaka flutningafélaga (IACA), sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 120/2001, með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af XIII. viðauka samningsins, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum hans.
Q-KAFLI
FLUG- OG VINNUTÍMAMÖRK
OG REGLUR UM HVÍLDARTÍMA
OPS 1.1090
Markmið og gildissvið.
1. Flugrekandi skal setja flug- og vinnutímamörk og leggja fram áætlun um hvíldartíma fyrir flugverja.
2. Flugrekandi skal sjá til þess í öllum flugum sínum:
2.1. að flug- og vinnutímamörk og áætlun um hvíldartíma séu í samræmi við:
a) ákvæði þessa viðauka,
b) og önnur viðbótarákvæði sem flugmálayfirvöld beita í samræmi við reglugerð þessa í þeim tilgangi að viðhalda öryggi.
2.2. Flug á að vera skipulagt þannig að því ljúki innan leyfilegrar flugvaktar að teknu tilliti til þess tíma sem þarf til undirbúnings undir flugið, fartíma og viðdvalartíma (turn around time).
2.3. Vaktaskrár verða samdar og birtar með nægilegum fyrirvara til að gefa flugverjum færi á að skipuleggja nægilega hvíld.
3. Ábyrgð flugrekenda.
3.1. Flugrekandi skal tilnefna heimahöfn fyrir hvern flugverja.
3.2. Flugrekendur skulu virða tengslin milli tíðni og mynsturs flugvaktar og hvíldartímabila og taka tilhlýðilegt tillit til uppsafnaðra áhrifa af völdum langra vakta og lágmarkshvíldar.
3.3. Flugrekendur skulu úthluta vakttímum á þann hátt að komist sé hjá óæskilegu verklagi, t.d. dag-/næturvaktir til skiptis eða að flutningur á flugverjum valdi alvarlegri röskun á hefðbundnu svefn-/vinnumynstri.
3.4. Flugrekendur skulu áætla staðardaga án vinnuskyldu og tilkynna flugverjum um þá fyrirfram.
3.5. Flugrekendur skulu tryggja að hvíldartímabil veiti áhöfninni nægan tíma til að jafna sig af áhrifum undangenginna vakta og að hún sé vel úthvíld fyrir upphaf næstu flugvaktar.
3.6. Flugrekendur skulu tryggja að flugvaktirnar séu skipulagðar á þann hátt að flugverjar fái nægilega hvíld svo þeir geti, við allar aðstæður sinnt starfi sínu við viðunandi öryggi.
4. Ábyrgð flugverja.
4.1. Flugverji skal ekki starfa um borð í flugvél ef hann veit að hann er eða muni líklega verða svo þreyttur eða finnst hann vera svo ófær til vinnu að hann geti stofnað fluginu í hættu.
4.2. Flugverjar skulu nýta sér til fullnustu þau tækifæri og þær aðstæður sem bjóðast til hvíldar og skipuleggja og nota hvíldartímabil á tilhlýðilegan hátt.
5. Ábyrgð flugmálayfirvalda.
5.1. Undanþágur.
5.1.1. Með fyrirvara um ákvæði 8. gr. í fylgiskjali við reglugerð um samræmingu á tæknikröfum og stjórnsýslumeðferð á sviði flugmála, er Flugmálastjórn Íslands heimilt að veita undanþágur frá kröfum þessa viðauka í samræmi við gildandi lög og verklagsreglur innan hlutaðeigandi ríkja innan Evrópska efnahagssvæðisins og í samráði við hagsmunaaðila.
5.1.2. Hver flugrekandi þarf að sýna flugmálayfirvöldum fram á, með því að nota starfsreynslu sína og aðra þætti sem skipta máli, t.d. fyrirliggjandi vísindaþekkingu, að beiðni hans um undanþágu feli í sér sambærilegt öryggisstig.
Ef við á, skulu viðeigandi ráðstafanir til að draga úr áhættu fylgja slíkum undanþágum.
OPS 1.1095
Skilgreiningar.
Í þessari reglugerð er merking eftirfarandi hugtaka sem hér segir:
1.1. Aukin flugáhöfn (Augmented flight crew):
Flugáhöfn þar sem flugverjar eru fleiri en sá lágmarksfjöldi sem þarf til að starfrækja flugvélina og þar sem hver flugliði getur yfirgefið starfsstöð sína og annar flugliði, með viðeigandi menntun og réttindi, tekið við af honum.
1.2. Fartími (Block time):
Tíminn frá því að flugvél hreyfist af flugvélastæði sínu til að hefja flug og þar til hún stöðvast að fluginu loknu á flugvélastæði, sem henni hefur verið úthlutað, eða þar til allir hreyflar hafa verið stöðvaðir.
1.3. Vinnuhlé (Break):
Tímabil án vinnuskyldu, sem telst þó til vinnu þar eð það er styttra en hvíldartími.
1.4. Vinna (Duty):
Öll störf sem flugverja ber að inna af hendi í tengslum við starfsemi handhafa flugrekandaskírteinis (AOC). Flugmálayfirvöld skulu skilgreina hvort og að hve miklu leyti bakvakt teljist vinna nema kveðið sé á um slíkt með sérstökum reglum í þessari reglugerð.
1.5. Vakt (Duty period):
Tímabil sem hefst þegar flugverja ber að mæta til vinnu samkvæmt fyrirmælum flugrekanda, og lýkur þegar flugverjinn er laus við alla vinnuskyldu.
1.6. Flugvakt (Flight duty period):
Flugvakt er sá tími sem einstaklingur starfar í flugvél sem flugverji. Flugvaktin hefst þegar flugverja ber að mæta í flugferð eða röð flugferða, samkvæmt fyrirmælum flugrekanda og henni lýkur í lok síðasta flugsins þar sem flugverjinn er starfandi flugverji.
1.7. Heimahöfn (Home base):
Staður sem flugrekandi tilnefnir fyrir flugverja og þar sem flugverji alla jafna hefur og lýkur vakt eða röð vakta, en við venjulegar aðstæður er flugrekanda ekki skylt að sjá viðkomandi flugverja fyrir gistiaðstöðu þar.
1.8. Staðardagur (Local day):
24 stunda tímabil sem hefst klukkan 00.00 að staðartíma.
1.9. Staðarnótt (Local night):
Átta stunda tímabil milli klukkan 22.00 og 08.00 að staðartíma.
1.10. Stakur dagur án vinnuskyldu (A single day free of duty):
Stakur dagur án vinnuskyldu skal fela í sér tvær staðarnætur. Hvíldartímabil getur verið hluti af frídeginum.
1.11. Starfandi flugverji (Operating crew member):
Flugverji sem starfar um borð í loftfari meðan á fartíma stendur eða einhvern hluta flugsins.
1.12. Flutningur á flugverjum (Positioning):
Flutningur á flugverjum, sem eru ekki starfandi, frá einum stað til annars samkvæmt fyrirmælum flugrekanda, að undanskildum ferðatíma til/frá hvíldarstað. Ferðatími til/frá hvíldarstað er skilgreindur sem:
– sá tími sem fer í flutning að heiman til tilgreinds mætingastaðar og öfugt,
– sá tími sem fer í flutning á staðnum (local transfer) frá hvíldarstað til upphafs vaktar og öfugt.
1.13. Hvíldartímabil (Rest period):
Órofið og afmarkað tímabil þar sem flugverji er laus við alla vinnuskyldu og bakvaktir á flugvelli.
1.14. Bakvakt (Standby):
Afmarkað tímabil þar sem flugverja er skylt, samkvæmt fyrirmælum flugrekanda, að vera til taks til að fara í flug, til flutnings á flugverjum (positioning) eða til annars konar vinnu án undanfarandi hvíldartíma.
1.15. Dægurlægð (Window of circadian low, WOCL):
Dægurlægð er tímabilið milli klukkan 02.00 og 05.59. Innan þriggja samliggjandi tímabelta vísar dægurlægð til tímabeltisins í heimahöfninni. Utan þessara þriggja tímabelta vísar dægurlægð til tímabeltisins í heimahöfninni fyrstu 48 stundirnar eftir brottför frá tímabelti heimahafnarinnar og síðan til staðartíma. 1.16. Viðeigandi gistiaðstaða (Suitable accomodation):
Viðeigandi gistiaðstaða telst vera svefnherbergi búið viðeigandi húsgögnum, ætlað einum manni ef flugverji æskir þess, þar sem hávaði er í lágmarki, loftræsting er góð og búnaður til að stjórna lýsingu og hitastigi.
1.17. Hvíldaraðstaða um borð (On board rest facilities):
a) Um borð í flugvél telst hvíldaraðstaða fyrir flugverja, þegar flugvakt fer yfir 16 klukkustundir, vera þægilegt rúmstæði sem er aðskilið frá stjórnklefa og farþegarými.
b) Um borð í flugvél telst hvíldaraðstaða fyrir flugverja, þegar flugvakt er milli 14-16
klukkustundir, vera þægilegt að fullu stillanlegt sæti sem er aðskilið (separated) frá stjórnklefa og aðgreint (screened) frá farþegarými.
c) Um borð í flugvél telst hvíldaraðstaða fyrir flugverja, þegar flugvakt er 14 klukkustundir eða minna, vera þægilegt, stillanlegt sæti sem er aðskilið (separated) og aðgreint (screened) frá farþegarými.
1.18. Svefnaðstaða (Sleeping facilities (such as dormitory)):
Herbergi með svefnstæði/rúmi sem er vel loftræst og rólegt með búnaði til að stjórna lýsingu og hitastigi með aðgengi að salerni og sturtu eða baðkari nálægt.
1.19. Boðunartími (Notification time): Tímabil frá því að flugverji á bakvakt fær boð flugrekanda um að mæta til vinnu og þar til hann á að vera mættur í vinnuna. Aths. Bakvakt án boðunartíma þýðir því að mæting er strax eða eins fljótt og verða má.
1.20. Flugleggur (Sector): Flug milli flugvalla, þ.e. frá flugvelli þar sem flugvél fór í loftið og næstu lendingar á flugvelli.
1.21. Sjúkraflug (Emgergency Medical Service operations): Starfræksla flugs þar sem tilgangurinn er að veita flutning í beinum tengslum við:
a) Alvarlega veika eða slasaða, ásamt skyldmennum og heilbrigðisstarfsfólki, til staðar þar sem nauðsynleg aðhlynning getur farið fram;
b) Heilbrigðisstarfsfólk sem nauðsynlega þarf að inna af hendi þjónustu tengda faghæfni sinni;
c) Lífsnauðsynlegar birgðir og sjúkrabúnað, svo sem búnað, blóð, líffæri og lyf og
d) Nauðsynlegan flutning fólks eða sjúkrabúnaðar í tengslum við a-, b- eða c-lið.
OPS 1.1100
Flug- og vinnutímamörk.
1.1. Uppsafnaðir vakttímar.
Flugrekandi skal sjá til þess að samanlagðar vaktir sem flugverja eru ætlaðar fari ekki yfir:
a) 2000 klukkustundir á hverju samfelldu 12 mánaða tímabili,
b) 190 klukkustundir á hverju samfelldu 28 daga tímabili og þeim dreift eins jafnt og mögulegt er yfir þetta tímabil og
c) 60 klukkustundir á hverju samfelldu sjö daga tímabili.
1.2. Takmörk við samanlagða fartíma.
Flugrekandi skal sjá til þess að samanlagðir fartímar sem hverjum flugverja eru ætlaðir, fari ekki yfir:
a) 900 klukkustundir á hverju almanaksári eða
b) 100 klukkustundir á hverju samfelldu 28 daga tímabili.
OPS 1.1105
Dagleg hámarksflugvakt.
1.1. Ákvæði þessa viðauka eiga hvorki við um flug þegar einn flugmaður er í áhöfn né um sjúkraflug, nema annað sé sérstaklega tekið fram.
1.2. Flugrekandi skal tilgreina mætingartíma sem endurspegla í raun þann tíma sem þarf til að sinna öryggistengdum verkum á jörðu niðri og sem Flugmálastjórn Íslands samþykkir.
1.3. Dagleg hámarksflugvakt er 13 klukkustundir.
1.4. Fyrir hvern fluglegg, frá og með þriðja fluglegg, skerðast þessar 13 klukkustundir um 30 mínútur, þó að hámarki um tvær klukkustundir.
1.5. Þegar flugvaktin hefst í dægurlægð skal hámarkið, sem kveðið er á um í liðum 1.3 og 1.4, skerðast um 100% af þeim tíma sem flugvaktin er í dægurlægð, þó að hámarki um tvær klukkustundir. Þegar flugvaktinni lýkur í dægurlægð eða fer alfarið fram í henni þá skal hámarksflugvakt, sem kveðið er á um í liðum 1.3 og 1.4, skerðast um 50% af þeim tíma sem flugvaktin er í dægurlægð.
2. Framlengingar.
2.1. Framlengja má daglega hámarksflugvakt um allt að eina klukkustund.
2.2. Framlengingar eru ekki leyfilegar fyrir flugvaktir sem samanstanda af sex flugleggjum eða fleiri.
2.3. Þegar flugvakt er í dægurlægð í allt að tvær klukkustundir eru framlengingar takmarkaðar við allt að fjóra flugleggi.
2.4. Þegar flugvakt er í dægurlægð í meira en tvær klukkustundir eru framlengingar takmarkaðar við allt að tvo flugleggi.
2.5. Hámarksfjöldi framlenginga eru tvær á hverju samfelldu sjö daga tímabili.
2.6. Þegar fyrirhugað er að framlengja flugvakt, skal lengja lágmarkshvíld um tvær klukkustundir fyrir og eftir flug eða einungis um fjórar klukkustundir eftir flug. Þegar notast er við framlengingu á samfelldum flugvöktum, skal hvíldin fyrir og eftir flug, sem liggur á milli þessara tveggja fluga vera samfelld.
2.7. Þegar flugvakt með framlengingu hefst á tímabilinu 22.00 til 04.59 skal flugrekandinn takmarka flugvaktina við 11.45 klukkustundir.
3. Öryggis- og þjónustuliðar.
3.1. Þegar öryggis- og þjónustuliðar eru skráðir í flugferð eða röð ferða er heimilt að framlengja flugvakt öryggis- og þjónustuliðanna sem nemur mun á mætingartíma öryggis- og þjónustuliða og flugliða, svo framarlega sem munurinn fer ekki yfir eina klukkustund.
4. Áreiðanleiki rekstursins.
4.1. Flugáætlanir skulu skipulagðar þannig að unnt sé að ljúka flugi innan leyfilegrar hámarksflugvaktar. Flugrekendur skulu gera ráðstafanir til að breyta flugáætlun eða áhafnarskipulagi eigi síðar en þegar sjálft flugstarfið fer yfir hámarksflugvakt í yfir 33% af áætluðum flugferðum á árstíðabundnu tímabili.
5. Flutningur á flugverjum (Positioning).
5.1. Allur tími sem fer í flutning á flugverjum telst til vinnu.
5.2. Flutningur eftir mætingu en fyrir flug telst vera hluti af flugvaktinni en skal ekki teljast flugleggur.
5.3. Við flutning á flugverjum (positioning sector), sem fylgir strax í kjölfar flugs þar sem flugverji hefur verið starfandi (operating sector), skal lágmarkshvíldartími reiknast eins og skilgreint er í liðum 1.1 og 1.2 í OPS 1.1110.
6. Framlengd flugvakt (skipt vakt).
6.1. Ef flugvakt er skipt í tvær vaktir og á milli er afmarkað vinnuhlé sem flugverjum hefur fyrirfram verið tilkynnt um er flugrekanda heimilt að lengja áætlaða fyrirfram leyfilega flugvakt, sem mælt er fyrir um í OPS 1.1105, í samræmi við töfluna hér að neðan, að því tilskildu að skilyrðin sem mælt er fyrir um í a-, b- og c-lið hér á eftir séu uppfyllt.
Samfellt vinnuhlé í klukkustundum | Lenging flugvaktar |
0 – 2 klst. 59. mín. | Engin |
3 klst. – 6 klst. 59 mín. | Helmingur af samfelldu vinnuhlé |
7 klst. – 9 klst. 59 mín. | 6 klukkustundir |
a) Flugrekandi skal sjá til þess að sá hluti flugvaktar fyrir vinnuhlé fari ekki yfir 12 klukkustundir og hluti flugvaktar eftir vinnuhlé fari ekki yfir 8 klukkustundir, og að samanlagður tími flugvaktar, sem er lengd í samræmi við töfluna hér að framan, fari ekki yfir 20 klukkustundir.
b) Flugrekandi skal sjá til þess að flugvakt sé ekki lengd á grundvelli skiptrar vaktar þegar flugvakt hefur þegar verið lengd á grundvelli aukinnar flugáhafnar. Þegar þjónustuáhöfn á í hlut skal ekki lengja flugvakt á grundvelli skiptrar flugvaktar hafi hámarki leyfilegrar flugvaktar þegar verið náð eftir framlengingu.
c) Flugrekandi skal sjá til þess:
1. ef vinnuhlé er 6 klukkustundir eða lengra, eða 3 klukkustundir eða lengra á tímabilinu 22.00-06.00 að staðartíma þar sem vinnuhléið er tekið, að viðeigandi gistiaðstaða sé fyrir hendi.
Í öllum öðrum tilvikum skal séð fyrir viðunandi hvíldaraðstöðu;
2. ef vinnuhlé er styttra en 8 klukkustundir, að allt hléið sé talið með að því er varðar uppsafnaða vakttíma eins og mælt er fyrir um í OPS 1.1100. Ef hléið er 8 stundir eða lengra eru 50% hlésins talin með;
3. að ekki nema eitt vinnuhlé á hverri flugvakt sé grundvöllur framlengdrar flugvaktar;
4. ef samanlagður ferðatími báðar leiðir milli vinnustaðar og viðunandi aðstöðu eða viðeigandi gistiaðstöðu er lengri en ein klukkustund, að allur ferðatími til/frá hvíldarstað sem er umfram þá klukkustund sé dreginn frá vinnuhléinu til að reikna út lengda flugvakt og
5. að tímamunurinn milli staðarins þar sem vinnan hefst og staðarins þar sem vinnuhlé er tekið sé ekki meiri en 2 klukkustundir. Heimilt er flugrekanda að miða við 3 klukkustundir að sumarlagi.
6. Framlengd flugvakt sem, að hluta eða öllu leyti, er milli 01.00 og 06.59 að staðartíma er ekki notuð samfellt eða oftar en tvisvar innan hverra 7 samfelldra 24 klukkustunda tímabila. Sjö daga tímabilið sem vísað er til skal reiknað þannig að það hefjist frá næsta staðartíma kl. 00.00 á eftir mætingartíma.
6.2. Hver flugrekandi þarf að sýna Flugmálastjórn Íslands fram á, með því að nota starfsreynslu sína og aðra þætti sem skipta máli, t.d. fyrirliggjandi vísindaþekkingu, að beiðni hans um framlengingu feli í sér sambærilegt öryggisstig.
OPS 1.1110
Hvíld.
1. Lágmarkshvíld.
1.1. Lágmarkshvíld, sem veita verður fyrir flugvakt sem hefst í heimahöfn, skal vera a.m.k. jafnlöng og undanfarandi vakt eða 12 klukkustundir, eftir því hvort er lengra.
1.2. Lágmarkshvíld sem veita verður fyrir flugvakt, sem hefst fjarri heimahöfn, skal vera a.m.k. jafnlöng og undanfarandi vakt eða 10 klukkustundir, eftir því hvort er lengra. Þegar lágmarkshvíld er ekki tekinn í heimahöfn verður flugrekandi að sjá til þess að tækifæri gefist til átta klukkustunda svefns og taka tilhlýðilegt tillit til ferðaþarfa og annarra líkamlegra þarfa.
1.3. Flugrekandi skal sjá til þess að flugverjum verði bætt upp áhrif tímamunar milli tímabelta með viðbótarhvíld. Ef tímamismunur milli tveggja staða þar sem vakt hefst og endar er fjórar klukkustundir eða meira skal flugrekandi taka tillit til áhrifanna sem þetta getur haft á flugverja með því að tiltaka lengri hvíld.
1.4.1. Þrátt fyrir liði 1.1 og 1.2 og með fyrirvara um ákvæði 8. gr. í fylgiskjali við reglugerð um samræmingu á tæknikröfum og stjórnsýslumeðferð á sviði flugmála er Flugmálastjórn Íslands heimilt að fallast á styttan hvíldartíma.
1.4.2. Hver flugrekandi þarf að sýna Flugmálastjórn Íslands fram á, með því að nota starfsreynslu sína og aðra þætti sem skipta máli, t.d. fyrirliggjandi vísindaþekkingu, að beiðni hans um styttingu á hvíld feli í sér sambærilegt öryggisstig.
2. Hvíldartímabil.
2.1. Flugrekandi skal sjá til þess að lágmarkshvíldin, sem kveðið er á um hér að framan, lengist reglubundið upp í vikulegan hvíldartíma sem samanstendur af 36 klukkustunda tímabili að meðtöldum tveimur staðarnóttum þannig að það sé aldrei meira en 168 klukkustundir frá lokum vikulegs hvíldartíma til upphafs þess næsta. Sem undantekning frá lið 1.9 í OPS 1.1095 er Flugmálastjórn Íslands heimilt að ákveða að seinni staðarnóttin hefjist klukkan 20.00 ef vikulegi hvíldartíminn er a.m.k. 40 klukkustundir.
3. Hvíld og orlof.
Flugverjum skal tilkynnt fyrirfram um eftirgreinda frídaga þar sem þeir eru lausir við alla vinnuskyldu og bakvaktir:
a) Að minnsta kosti 7 staðardaga í hverjum almanaksmánuði, sem geta innifalið helgidaga og almenna frídaga og
b) að minnsta kosti 96 staðardaga á hverju almanaksári sem geta innifalið helgidaga og almenna frídaga.
OPS 1.1115
Framlenging á flugvakt vegna hvíldar í flugi.
1. Hver flugrekandi þarf að sýna Flugmálastjórn Íslands fram á, með því að nota starfsreynslu sína og aðra þætti sem skipta máli, t.d. fyrirliggjandi vísindalega tækni, að beiðni hans feli í sér sambærilegt öryggisstig, sbr. þó ákvæði 8. gr. í fylgiskjali við reglugerð um samræmingu á tæknikröfum og stjórnsýslumeðferð á sviði flugmála.
1.1. Aukin flugáhöfn.
Settar eru eftirfarandi kröfur í tengslum við fjölgun á flugáhöfn í þeim tilgangi að framlengja flugvaktina fram yfir þau mörk sem tiltekin eru í OPS 1.1105 hér að framan.
Flugrekandi skal sjá til þess:
a) án tillits til mætingartíma:
i) ef flugliðum er fjölgað í áhöfn, þar sem fyrir eru að minnsta kosti tveir flugmenn til að lengja flugvakt, þannig að hver flugliði geti farið af starfsstöð sinni í að minnsta kosti 50% af samanlögðum fartíma í öllu flugi á flugvaktinni, að flugvaktin fari ekki yfir 18 klukkustundir eða
ii) ef fjölgun í flugáhöfn er minni en í i) lið hér að framan, að flugvaktin fari ekki yfir 16 klukkustundir;
b) að á áætlun aukinnar flugáhafnar séu ekki fleiri en 2 lendingar á sömu flugvakt. Heimilt skal að fjölga lendingum í að hámarki 3 lendingar, að því tilskildu að a.m.k. eftirfarandi skilyrði séu uppfyllt:
i) fartíminn fyrir einn legg skal vera 2 klukkustundir eða skemmri og ii) hvíldartíminn strax á eftir þeirri flugvakt sem var upprunalega reiknaður út í samræmi við OPS 1.1110 skal lengdur um 6 klukkustundir og
c) að um borð sé hvíldaraðstaða fyrir flugliða í hvíld.
1.2. Öryggis- og þjónustuliðar.
Settar eru eftirfarandi kröfur í tengslum við lágmarkshvíld öryggis- og þjónustuliða í flugi þegar flugvaktin fer yfir þau mörk sem um getur í OPS 1.1105.
Ef flugrekandi lengir leyfilega flugvakt öryggis- og þjónustuliða skal hann sjá til þess:
1) að flugvaktin fari ekki yfir 18 klukkustundir, án tillits til mætingartíma, að því tilskildu:
i) að um borð sé hvíldaraðstaða fyrir öryggis- og þjónustuliða í hvíld og
ii) að hver öryggis- og þjónustuliði sé leystur undan öllum störfum á hluta af fluginu, sem hér segir:
Lengd flugvaktar | Lengd hvíldar |
Að 13.59 klukkustundir. | A.m.k. 1 klst. |
14.00 - 15.59 klukkustundir. | A.m.k. 1 klst. að viðbættum ¼ af framlengingu flugvaktar frá áætlaðri flugvakt. |
16.00 - 17.59 klukkustundir. | A.m.k. 1 klst. að viðbættum 1/3 af framlengingu flugvaktar frá áætlaðri flugvakt. |
Sú hvíld skal tekin samfellt eins og frekast er unnt og
2) að ekki séu fleiri en 2 lendingar á sömu flugvakt, eða 3 lendingar ef skilyrði b-liðar undir 2. málslið greinar 1.1 hér að framan eru uppfyllt.
OPS 1.1120
Ófyrirséðar aðstæður í flugstarfinu sjálfu – ákvörðunarréttur flugstjóra.
1. Ef ófyrirséðar aðstæður koma upp má að teknu tilliti til þess hve nauðsynlegt er að hafa strangt eftirlit með tilvikunum hér á eftir við flugstarfið sjálft, sem hefst við mætingartíma, breyta mörkum flugvaktar, vinnu- og hvíldartíma, sem kveðið er á um í þessum viðauka. Flugstjóri þarf að geta fallist á breytingarnar að höfðu samráði við aðra í áhöfn, og þær verða jafnan að vera í samræmi við eftirfarandi:
1.1. Ekki er heimilt að lengja hámarksflugvakt, sem um getur í lið 1.3 í OPS 1.1105 hér að framan, um meira en tvær klukkustundir nema fjölgað hafi verið í flugáhöfn og er þá heimilt að lengja hámarksflugvaktina um þrjár klukkustundir hið mesta.
1.1.2. Skapist ófyrirséðar aðstæður eftir flugtak á lokalegg flugvaktar, sem leiða til þess að farið er fram yfir leyfilega lengingu, er heimilt að halda fluginu áfram til áætlaðs ákvörðunarflugvallar eða varaflugvallar.
1.1.3. Skapist slíkar aðstæður má stytta hvíldartímann eftir flugvaktina, en hann má aldrei vera styttri en lágmarkshvíldartíminn sem skilgreindur er í OPS 1.1110 (1.2) í þessum viðauka.
1.2. Ef upp koma sérstakar aðstæður, sem gætu haft í för með sér alvarlega ofþreytu, skal flugstjóri, að höfðu samráði við þá flugverja sem þetta snertir, stytta sjálfa flugvaktina og/eða lengja hvíldartímann til að forðast öll möguleg skaðleg áhrif á flugöryggið.
1.3. Flugrekandi skal sjá til þess:
1.3.1. að flugstjóri gefi flugrekanda skýrslu í hvert skipti sem flugvakt er lengd að hans ákvörðun eða þegar hvíldartími er styttur í sjálfu fluginu og
1.3.2. að ef flugvakt er lengd eða hvíldartími styttur um meira en eina klukkustund fái Flugmálastjórn Íslands sent eintak af skýrslunni, þar sem flugrekandinn verður að bæta inn sínum athugasemdum, eigi síðar en 28 dögum eftir atburðinn.
2. Beiting ákvæða í 6. lið OPS 1.1105 (framlenging flugvaktar vegna skiptrar vaktar) í einstaka afmörkuðum tilvikum við ófyrirséðar aðstæður er háð því að flugstjóri fallist á breytingarnar að höfðu samráði við alla hina flugverjana. Hvíldaraðstaða skal vera í samræmi við c-lið 6. liðar OPS 1.1105. Flugstjóri skal ætíð gæta ákvæða 1.2, í þessari grein, komi til slíkrar framlengingar.
OPS 1.1125
Bakvakt.
1. Bakvakt á flugvelli. Sjá nánar útfærslu í töflu í grein 2.5.
1.1. Bakvakt flugverja á flugvelli hefst er hann mætir á hefðbundinn mætingarstað og lýkur við lok tilkynnts tíma bakvaktarinnar.
1.2. Bakvakt á flugvelli skal teljast með í heild sinni að því er varðar uppsafnaða vakttíma.
1.3. Þegar flugvakt er í beinu framhaldi af bakvakt á flugvelli skal flugvallarbakvaktin reiknast sem 100% af flugvakt. Í slíku tilfelli skal bæta bakvakt á flugvelli við vaktina, sem um getur í liðum 1.1 og 1.2 í OPS 1.1110, í þeim tilgangi að reikna út lágmarkshvíldartíma.
1.4. Þegar engin flugvakt kemur í beinu framhaldi af bakvakt á flugvelli, skal hvíldartími að lágmarki reiknast skv. OPS 1.1110.
1.5. Flugrekandi skal sjá flugverja sem er á bakvakt, fyrir rólegum og þægilegum stað sem almenningur hefur ekki aðgang að.
2. Aðrar bakvaktir (þ.m.t. bakvakt á hóteli).
2.1. Í samræmi við 8. gr. í fylgiskjali við reglugerð um samræmingu á tæknikröfum og stjórnsýslumeðferð á sviði flugmála skal eftirfarandi gilda um aðrar bakvaktir utan flugvallar:
2.1.1. Öll starfsemi skal færð í vaktskrá og/eða tilkynnt fyrirfram.
2.1.2. Tilgreina skal nákvæmlega hvenær bakvakt hefst og hvenær henni lýkur og tilkynna þá tímasetningu fyrirfram.
2.1.3. Ákvarða skal hámarkslengd bakvaktar á öðrum stað en á uppgefnum mætingarstað.
2.1.4. Að teknu tilliti til þeirrar hvíldaraðstöðu, sem er í boði fyrir flugverja og annarra viðeigandi þátta, skal skilgreina tengsl bakvaktar og flugvaktar, sem kemur í beinu framhaldi af bakvakt.
2.1.5. Skilgreina skal útreikning á bakvaktartímum í tengslum við uppsafnaða vakttíma.
2.2. Lágmarkshvíld fyrir bakvakt skal vera í samræmi við OPS 1.1110.
2.3. Hámarkstími bakvaktar er 12 klukkustundir. Nú boðar flugrekandi flugverja á bakvakt með meira en 6 klukkustunda fyrirvara og er þá heimilt að framlengja hámarkstíma bakvaktar í 18 klukkustundir, enda sé bakvakt tekin á heimili flugverja eða viðeigandi gistiaðstöðu.
2.4. Útreikningur vegna áhrifa bakvaktar á flugvakt, vaktar og uppsafnaða vakttíma skal vera í samræmi við eftirfarandi töflu:
Bakvakt á flugvelli (án svefnaðstöðu eða viðeigandi gistiaðstöðu) | Svefnaðstaða f. hendi | Heimili eða viðeigandi gistiaðstaða | |
Hámarkslengd bakvaktar | 12 klukkustundir | 12 klukkustundir | 12 klukkustundir Heimilt að framlengja í 18 klst. sjá gr. 2.3 |
Útreikningur á flugvakt eftir bakvakt (*) | Bakvakt reiknast 100% inn í flugvakt | Við útkall á bakvakt reiknast 50% bakvaktar umfram 2 klst. inn í flugvaktina | |
Lágmarkstími frá boðun af bakvakt á flugvakt til mætingar | 0 | 0 | Tilgreindur mætingartími |
Útreikningur á vakt og uppsöfnuðum vakttímum | 100% bakvaktar telst til vaktar og uppsafnaðra vakttíma | 50% bakvaktar telst til vaktar og uppsafnaðra vakttíma | Bakvakt reiknast 50% í uppsafnaða vakttíma að frátöldum fyrstu 4 klst. |
Lágmarkshvíld eftir bakvakt | Sjá OPS 1.1110 | Sjá OPS 1.1110 | Sjá OPS 1.1110 |
(*) Ef útkall er af bakvakt lýkur bakvakt á mætingartíma, nema henni hafi lokið fyrr skv. vaktskrá.
2.5. Flugrekandi skal sjá til þess, ef seinkun verður á flugi áður en flugverji fer af hvíldarstað þann dag sem flug er áætlað, að flugverjinn teljist vera á bakvakt sem hefst á upphaflega áætluðum mætingartíma. Þegar svo er skal flugrekandi tilgreina boðunartíma.
OPS 1.1130
Næring.
Flugverjar skulu hafa tækifæri til að neyta fæðu og drykkjar svo að frammistaða þeirra skaðist ekki, einkum þegar flugvakt varir lengur en sex klukkustundir.
OPS 1.1135
Skrár um flugvaktir, vinnu- og hvíldartíma.
1. Flugrekandi skal sjá til þess að í skrá yfir hvern flugverja komi fram:
a) fartími,
b) hvenær hver vakt eða flugvakt hefst, hversu lengi hún varir og hvenær henni lýkur,
c) hvíldartími og dagar án vinnuskyldu og að þessar upplýsingar séu uppfærðar til að tryggja að farið sé að kröfum þessa viðauka. Óski flugverji eftir því fær hann afrit af skránum.
2. Nái skrá flugrekanda skv. 1. mgr. ekki yfir allar flugvaktir, vaktir og hvíldartíma hans/hennar þá skal viðkomandi flugverji halda eigin skrá þar sem fram kemur: a) fartími,
b) hvenær hver vakt eða flugvakt hefst, hversu lengi hún varir og hvenær henni lýkur og
c) hvíldartíma og daga án vinnuskyldu.
3. Óski flugrekandi eftir því, skal hann fá í hendur allar skrár þess flugverja sem hann hefur ráðið í vinnu, áður en flugvakt hans hefst.
4. Skrár skulu geymdar í a.m.k. 15 almanaksmánuði frá lokum síðustu færslu, sem skiptir máli, eða lengur sé þess krafist í samræmi við lög.
5. Þar að auki skal hver flugrekandi varðveita allar sérstakar skýrslur flugstjóra um lengdar flugvaktir, lengdar flugstundir og styttingu á hvíldartímabilum í a.m.k. sex mánuði eftir atburðinn.
1. gr.
Gildissvið. Viðauki II tekur til eftirfarandi tegunda atvinnuflugs:
a) Einn flugmaður í áhöfn flugvélar í flutningaflugi og verkflugi.
b) Sjúkraflug flugvélar.
c) Verkflug flugvélar.
d) Kennsluflug flugvélar.
2. gr.
Orðskýringar.
Vísað er til orðskýringa í OPS 1.1095 í viðauka I.
3. gr.
Einn flugmaður í áhöfn.
Þegar einn flugmaður er í áhöfn í flutningaflugi og verkflugi á flugvél skal dagleg hámarksflugvakt, sbr. grein 1.3 í OPS 1.1105 í viðauka I, skerðast um þrjár klukkustundir. Að öðru leyti gilda ákvæði OPS 1.1105 um daglega hámarksflugvakt, þ.m.t. ákvæði er lúta að skerðingu hámarksflugvaktar og framlengingu eins og um fjölskipaða áhöfn væri að ræða.
Nú skiptir flugmaður frá því að vera einn í áhöfn yfir í að vera í fjölskipaðri áhöfn innan flugvaktar og skal þá dagleg hámarksflugvakt skv. 1. mgr. lengjast um tvær klukkustundir.
Að öðru leyti gilda öll ákvæði viðauka I um einn flugmann í áhöfn í flutninga- og verkflugi á flugvél, að undanskildu ákvæði 5.1 í OPS 1.1090.
4. gr.
Sjúkraflug og leitar- og björgunarflug á flugvél.
Ákvæði í viðauka I, að undanskildu ákvæði 5.1 í OPS 1.1090, skulu gilda um starfrækslu sjúkraflugs og leitar- og björgunarflugs á flugvél nema annað sé sérstaklega tekið fram.
5. gr.
Verkflug flugvélar.
Ákvæði í viðauka I., að undanskildu ákvæði 5.1 í OPS 1.1090 í viðauka I skulu gilda um starfrækslu verkflugs flugvélar.
6. gr.
Bakvaktir flugverja í sjúkra-, leitar- og björgunarflugi á flugvél.
Heimilt er að víkja frá ákvæðum OPS 1.1125 í viðauka I varðandi tilhögun starfrækslu sjúkra-, leitar- og björgunarflugs á flugvél eins og hér segir.
Haldi flugrekandi úti bakvakt án boðunartíma vegna sjúkra-, leitar- og björgunarflugs með lága útkallstíðni og litla vinnu á hverju bakvaktartímabili má lengja samfellda bakvakt flugverja upp í meðaltíma milli útkalla, sé horft til reksturs viðkomandi flugrekanda og að teknu tilliti til árstíðasveiflna, þó að hámarki 120 klukkustundir, að því gefnu að:
a) bakvaktin sé tekin á viðeigandi gistiaðstöðu eða heimili og
b) útkallskerfið sé þannig gert að
1. það geti vakið flugverja af eðlilegum svefni og að hann þurfi ekki að vakta kerfið til að skynja merki um útkall og
2. þegar það gefur merki um útkall þá sé ekki um að villast að um útkall sé að ræða. Aths. Þannig getur sími sem jafnframt er notaður, með sömu hringingu, til einkanota eða annarra vinnutengdra nota ekki talist viðunandi kerfi.
Fari flugverji af bakvakt til vinnu má hann fara aftur á bakvakt sé mögulegt að bæta við flugi inn á sömu flugvakt. Flugrekandinn má nýta sér ákvæði um skipta vakt, skv. 6. lið OPS 1.1105, án þess að tilkynna um það fyrirfram í þessu tilfelli. Standi þessi seinni bakvakt lengur en nauðsynlegur hvíldartími fyrir næstu flugvakt má líta svo á að kröfum um hvíldartíma fyrir næstu flugvakt hafi verið fullnægt, enda sé bakvakt tekin á heimili eða viðeigandi gististað. Í sérstökum tilvikum að fenginni heimild Flugmálastjórnar Íslands skal flugrekanda heimilt að mæla fyrir um bakvakt á flugvelli þar sem svefnaðstaða er fyrir hendi.
Sé ekki mögulegt að bæta við flugi inn á sömu flugvakt skal flugverji fá lágmarkshvíld skv. ákvæðum OPS 1.1110 áður en næsta bakvakt hefst.
Sé samanlagður ferðatími báðar leiðir milli vinnustaðar og hinnar viðeigandi gistiaðstöðu skemmri en 1½ klukkustund má draga mismuninn (1½ klukkustund mínus samanlagður ferðatími) frá lágmarkshvíldartímanum.
Flugrekandi skal sjá til þess að flugverjar fái tækifæri til a.m.k. átta klukkustunda samfellds svefns á hverjum sólarhring og taka tilhlýðilegt tillit til annarra líkamlegra þarfa.
Bakvakt á tímabilinu 00.00 til 08.00 telst ekki til uppsafnaðra vakttíma samkvæmt grein 1.1 í OPS 1.1100 en bakvakt á öðrum tímum telst 25 prósent (15 mínútur í vakt fyrir hverja klukkustund á bakvakt).
7. gr.
Kennsluflug flugvéla.
Ákvæði I. viðauka skulu gilda um kennsluflug flugvéla, að undanskildum ákvæðum 5. liðar OPS 1.1090, liðum 1.4, 2, 3 og 6 í OPS 1.1105, OPS 1.1115, 1.1 í OPS 1.1120, og OPS 1.1125.
Flugkennari er starfar sjálfstætt og/eða er í lausamennsku eða á eigin vegum skal halda sérstaka skrá eftir því sem við á um:
a) fartíma,
b) hvenær hver vakt eða flugvakt hefst, hversu lengi hún varir og hvenær henni lýkur og
c) hvíldartíma og daga án vinnuskyldu.
Flugkennari skal framvísa framangreindum upplýsingum, áður en hann byrjar á flugvakt, hjá öllum flugrekendum og flugskólum sem nýta sér þjónustu hans.
Fyrir hvern fluglegg frá og með tíunda fluglegg skerðist hámarksflugvakt skv. OPS 1.1105 í viðauka I um 30 mínútur, þó að hámarki um tvo tíma. Snertilendingar skulu teljast sem hálfur flugleggur. Kennsla í flugþjálfa telur 100% til flugvaktar.
1. gr.
Gildissvið. Viðauki III tekur til eftirfarandi tegunda atvinnuflugs:
a) Flutningaflugs þyrlu, þ.m.t. sjúkraflugs með þyrlu.
b) Verkflugs, þ.m.t. leitar- og björgunarflugs með þyrlu.
c) Kennsluflugs þyrlu.
2. gr.
Orðskýringar.
Í þessum viðauka er merking eftirfarandi hugtaka sem hér segir:
Fartími þyrlu (Helicopter flight time): Tíminn frá því að þyrilblöð byrja að snúast þar til að þyrla lýkur flugi og þyrilblöð eru stöðvuð.
Loftakstur þyrlu og sá tími sem þyrlar eru í gangi teljast til fartíma þyrlu.
Flugvakt (Flight duty period): Flugvakt er sá tími sem einstaklingur starfar í þyrlu sem flugverji. Flugvaktin hefst þegar flugverja ber að mæta í flugferð eða röð flugferða, samkvæmt fyrirmælum flugrekanda; henni lýkur í lok síðasta flugsins þar sem flugverjinn er starfandi flugverji.
Að öðru leyti er vísað til orðskýringa OPS 1.1095, að undanskildum lið 1.2 og 1.6 í OPS
1.1095, í viðauka I við reglugerð þessa.
3. gr.
Markmið og gildissvið.
1. Flugrekandi skal setja flug- og vinnutímamörk og leggja fram áætlun um hvíldartíma fyrir flugverja.
2. Flugrekandi skal sjá til þess í öllum flugum sínum:
2.1. að flug- og vinnutímamörk og áætlun um hvíldartíma séu í samræmi við:
a) ákvæði þessa viðauka og
b) önnur viðbótarákvæði sem flugmálayfirvöld beita í samræmi við reglugerð þessa í þeim tilgangi að viðhalda öryggi.
2.2. Flug á að vera skipulagt þannig að því ljúki innan leyfilegrar flugvaktar að teknu tilliti til þess tíma sem þarf til undirbúnings undir flugið, fartíma og viðdvalartíma (turn around time).
2.3. Vaktaskrár verða samdar og birtar með nægilegum fyrirvara til að gefa flugverjum færi á að skipuleggja nægilega hvíld.
3. Ábyrgð flugrekenda.
3.1. Flugrekandi skal tilnefna heimahöfn fyrir hvern flugverja.
3.2. Flugrekendur skulu virða tengslin milli tíðni og mynsturs flugvaktar og hvíldartímabila og taka tilhlýðilegt tillit til uppsafnaðra áhrifa af völdum langra vakta og lágmarkshvíldar.
3.3. Flugrekendur skulu úthluta vakttímum á þann hátt að komist sé hjá óæskilegu verklagi, t.d. dag-/næturvaktir til skiptis eða að flutningur á flugverjum valdi alvarlegri röskun á hefðbundnu svefn-/vinnumynstri.
3.4. Flugrekendur skulu áætla staðardaga án vinnuskyldu og tilkynna flugverjum um þá fyrirfram.
3.5. Flugrekendur skulu tryggja að hvíldartímabil veiti áhöfninni nægan tíma til að jafna sig af áhrifum undangenginna vakta og að hún sé vel úthvíld fyrir upphaf næstu flugvaktar.
3.6. Flugrekendur skulu tryggja að flugvaktirnar séu skipulagðar á þann hátt að flugverjar fái nægilega hvíld svo þeir geti, við allar aðstæður sinnt starfi sínu við viðunandi öryggi.
4. Ábyrgð flugverja.
4.1. Flugverji skal ekki starfa um borð í flugvél ef hann veit að hann er svo þreyttur eða muni líklega verða svo þreyttur eða finnst hann vera svo ófær til vinnu að hann geti stofnað fluginu í hættu.
4.2. Flugverjar skulu nýta sér til fullnustu þau tækifæri og þær aðstæður sem bjóðast til hvíldar og skipuleggja og nota hvíldartímabil á tilhlýðilegan hátt.
4. gr.
Flug- og vinnutímamörk.
1.1. Uppsafnaðir vakttímar.
Flugrekandi skal sjá til þess að samanlagðar vaktir, sem flugverja í flutninga- og verkflugi á þyrlu eru ætlaðar, fari ekki yfir:
a) 2000 klukkustundir á hverju samfelldu 12 mánaða tímabili,
b) 190 klukkustundir á hverju samfelldu 28 daga tímabili og þeim dreift eins jafnt og mögulegt er yfir þetta tímabil og
c) 60 klukkustundir á hverju samfelldu sjö daga tímabili.
1.2. Takmörk við samanlagða fartíma.
Flugrekandi skal sjá til þess að samanlagðir fartímar sem hverjum flugverja eru ætlaðir fari ekki yfir:
a) 800 klukkustundir á hverju almanaksári eða
b) 100 klukkustundir á hverju samfelldu 28 daga tímabili og
c) 35 klukkustundir á hverju samfelldu 7 daga tímabili.
1.3. Leyfileg lengd flugvaktar og lengd fartíma á hverri vakt, skal taka mið af upphafstíma sem hér segir:
Staðartími | Einn flugmaður í áhöfn | Tveir flugmenn í áhöfn | ||
Hámark flug- vaktar (í klst.) | Hámark fartíma (í klst.) | Hámark flug- vaktar (í klst.) | Hámark fartíma (í klst.) | |
06.00-06.59 | 9 | 6 | 10 | 7 |
07.00-07.59 | 10 | 7 | 11 | 8 |
08.00-13.59 | 10 | 7 | 12 | 8 |
14.00-21.59 | 9 | 6 | 10 | 7 |
22.00-05.59 | 8 | 5 | 9 | 6 |
1.4. Flugrekandi skal sjá til þess, að þegar flogin eru stutt síendurtekin flug með þyrlu, þar sem lent er 5 sinnum á hverri klst. eða oftar, þá fái áhöfnin a.m.k 30 mínútna hvíldarhlé á hverjum þremur klst. af flugvaktinni.
Hámarksfjöldi lendinga má ekki fara fram úr 60 á hverri flugvakt að degi til, og ekki fram úr 30 á hverri flugvakt að nóttu, þannig að hver lending eftir að dimmir eða áður en birtir, telur sem tvær í þessu tilliti.
5. gr.
Framlenging flugvaktar.
Framlengja má daglega hámarksflugvakt um allt að eina klukkustund. Framlengingar eru þó ekki heimilar fyrir flugvaktir sem samanstanda af fleiri en 60 lendingum eða fleiri, að degi til og 30 lendingum, að nóttu til.
Í flugáætlunum skal gera ráð fyrir að flugi sé lokið innan leyfilegrar hámarksflugvaktar. Flugrekendur skulu gera ráðstafanir til að gera breytingar á fyrirkomulagi áætlunar eða áhafnar eigi síðar en þegar sjálft flugstarfið fer yfir hámarksflugvakt í yfir 33% af áætluðum flugferðum á árstíðarbundnu tímabili.
6. gr.
Flutningur á flugverjum (Positioning).
Allur tími sem fer í flutning á flugverjum telst til vinnu.
Flutningur eftir mætingu en fyrir flug telst vera hluti af flugvaktinni en skal ekki teljast flugleggur.
Við flutning á flugverjum (positioning sector), sem fylgir strax í kjölfar flugleggs þar sem flugverji hefur verið starfandi (operating sector), skal lágmarkshvíldartími reiknast eins og skilgreint er í 8. gr.
7. gr.
Framlengd flugvakt vegna skiptrar vaktar.
Ef flugvakt er skipt í tvær vaktir og á milli er afmarkað vinnuhlé sem flugverjum hefur fyrirfram verið tilkynnt um er flugrekanda heimilt að lengja áætlaða fyrirfram leyfilega flugvakt, sem mælt er fyrir um í 4. gr. í samræmi við töfluna hér að neðan, að því tilskildu að skilyrðin sem mælt er fyrir um í a-, b- og c-lið hér á eftir séu uppfyllt.
Samfellt vinnuhlé í klukkustundum | Lenging flugvaktar |
0 – 2 klst. 59 mín. | Engin |
3 klst. – 6 klst. 59 mín. | Helmingur af samfelldu vinnuhléi |
7 klst. – 9 klst. 59 mín. | 6 klukkustundir |
a) Flugrekandi skal sjá til þess að sá hluti flugvaktar fyrir vinnuhlé fari ekki yfir 10 klukkustundir og hluti flugvaktar eftir vinnuhlé fari ekki yfir 8 klukkustundir, og að samanlagður tími flugvaktar, sem er lengd í samræmi við töfluna hér að framan, fari ekki yfir 18 klukkustundir.
b) Flugrekandi skal sjá til þess:
1) ef vinnuhlé er 6 klukkustundir eða lengra, eða 3 klukkustundir eða lengra á tímabilinu 22.00-06.00 að staðartíma þar sem vinnuhléið er tekið, að viðeigandi gistiaðstaða sé fyrir hendi.
Í öllum öðrum tilvikum skal séð fyrir viðunandi hvíldaraðstöðu;
2) ef vinnuhlé er styttra en 8 klukkustundir, að allt hléið sé talið með að því er varðar uppsafnaða vakttíma eins og mælt er fyrir um í 8. gr. Ef hléið er 8 stundir eða lengra eru 50% hlésins talin með;
3) að ekki nema eitt vinnuhlé á hverri flugvakt sé grundvöllur framlengdrar flugvaktar;
4) ef samanlagður ferðatími báðar leiðir milli vinnustaðar og viðunandi aðstöðu eða viðeigandi gistiaðstöðu er lengri en ein klukkustund, að allur ferðatími til/frá hvíldarstað sem er umfram þá klukkustund sé dreginn frá vinnuhléinu til að reikna út lengda flugvakt og
5) Framlengd flugvakt sem, að hluta eða öllu leyti, er milli 01.00 og 06.59 að staðartíma er ekki notuð samfellt eða oftar en tvisvar innan hverra 7 samfelldra 24 klukkustunda tímabila. Sjö daga tímabilið sem vísað er til skal reiknað þannig að það hefjist frá næsta staðartíma kl. 00.00 á eftir mætingartíma.
Hver flugrekandi þarf að sýna Flugmálastjórn Íslands fram á, með því að nota starfsreynslu sína og aðra þætti sem skipta máli, t.d. fyrirliggjandi vísindaþekkingu, að beiðni hans um framlengingu feli í sér sambærilegt öryggi.
8. gr.
Hvíld.
1. Lágmarkshvíld.
1.1. Lágmarkshvíld, sem veita verður fyrir flugvakt sem hefst í heimahöfn, skal vera a.m.k. jafnlöng og undanfarandi vakt eða 12 klukkustundir, eftir því hvort er lengra.
1.2. Lágmarkshvíld sem veita verður fyrir flugvakt, sem hefst fjarri heimahöfn, skal vera a.m.k. jafnlöng og undanfarandi vakt eða 10 klukkustundir, eftir því hvort er lengra. Þegar lágmarkshvíld er ekki tekinn í heimahöfn verður flugrekandi að sjá til þess að tækifæri gefist til átta klukkustunda svefns og taka tilhlýðilegt tillit til ferðaþarfa og annarra líkamlegra þarfa.
1.3. Flugrekandi skal sjá til þess að flugverjum verði bætt upp áhrif tímamunar milli tímabelta með viðbótarhvíld. Ef tímamismunur milli tveggja staða þar sem vakt hefst og endar er fjórar klukkustundir eða meira skal flugrekandi taka tillit til áhrifanna sem þetta getur haft á flugverja með því að tiltaka lengri hvíld.
1.4.1. Þrátt fyrir liði 1.1 og 1.2 er Flugmálastjórn Íslands heimilt að fallast á styttan hvíldartíma í sérstökum tilvikum (ad hoch), enda geti flugrekandi sýnt Flugmálastjórn Íslands fram á sambærilegt öryggi, nauðsyn þess að stytta hvíldartíma og aðrar aðgerðir til að bæta flugverjum upp skertan hvíldartíma.
2. Hvíldartímabil.
2.1. Flugrekandi skal sjá til þess að lágmarkshvíldin, sem kveðið er á um hér að framan, lengist reglubundið upp í vikulegan hvíldartíma sem samanstendur af 36 klukkustunda tímabili að meðtöldum tveimur staðarnóttum þannig að það sé aldrei meira en 168 klukkustundir frá lokum vikulegs hvíldartíma til upphafs þess næsta. Sem undantekning á skilgreiningu á staðarnótt (sjá lið 1.9 í OPS 1.1095 í viðauka I) getur Flugmálastjórn Íslands ákveðið að seinni staðarnóttin hefjist klukkan 20.00 ef vikulegi hvíldartíminn er a.m.k. 40 klukkustundir.
3. Hvíld og orlof.
Flugverjar skulu fá eftirfarandi frídaga þar sem þeir eru lausir við alla vinnuskyldu og bakvaktir og er tilkynnt um fyrirfram:
a) Að minnsta kosti 7 staðardagar í hverjum almanaksmánuði, sem geta innifalið helgidaga og almenna frídaga og
b) að minnsta kosti 96 staðardaga á hverju almanaksári sem geta innifalið helgidaga og almenna frídaga.
4. Hvíld vegna björgunarbúninga (Survival suits).
Til björgunarbúnings telst búningur eða samfestingur sem hefur þá eiginleika að auka floteiginleika þess sem klæðist honum, viðhalda líkamshita þrátt fyrir blotnun við lágt hitastig og er almennt ætlað að auka lífslíkur þess sem búningnum klæðist.
Björgunarbúningur getur reynst ertandi og óþægilegur fyrir þann sem klæðist honum til lengdar. Þar af leiðandi skal flugverji sem klæðist björgunarbúningi ekki taka þátt í flutningi farms eða farangurs eða hvers konar öðru starfi sem krefst óhóflegrar líkamlegar áreynslu.
Sé samfelldur fartími þar sem áhöfn klæðist björgunarbúningi lengri en 4 ½ klst. skal tiltekið a.m.k. 30 mínútna vinnuhlé.
9. gr.
Ófyrirséðar aðstæður í flugstarfinu sjálfu – ákvörðunarréttur flugstjóra.
1. Ef ófyrirséðar aðstæður koma upp má að teknu tilliti til þess hve nauðsynlegt er að hafa strangt eftirlit með tilvikunum hér á eftir við flugstarfið sjálft, sem hefst við mætingartíma, breyta mörkum flugvaktar, vinnu- og hvíldartíma, sem kveðið er á um í þessum viðauka. Flugstjórinn þarf að geta fallist á breytingarnar að höfðu samráði við aðra í áhöfn, og þær verða jafnan að vera í samræmi við eftirfarandi:
1.1. Skapist ófyrirséðar aðstæður eftir flugtak í lokalegg flugvaktar, sem leiða til þess að farið er fram yfir leyfilega lengingu, er heimilt að halda fluginu áfram til áætlaðs ákvörðunarstaðar eða varaflugvallar/þyrluvallar.
1.1.1. Skapist slíkar aðstæður má stytta hvíldartímann eftir flugvaktina, en hann má aldrei vera styttri en lágmarkshvíldin sem skilgreind er í 8. gr. í þessum viðauka.
1.2. Ef upp koma sérstakar aðstæður, sem gætu haft í för með sér alvarlega ofþreytu, skal flugstjórinn, að höfðu samráði við þá flugverja sem þetta snertir, stytta sjálfa flugvaktina og/eða lengja hvíldartímann til að uppræta öll möguleg skaðleg áhrif á flugöryggið.
1.3. Flugrekandi skal sjá til þess:
1.3.1. að flugstjórinn gefi flugrekanda skýrslu í hvert skipti sem flugvakt er lengd að hans ákvörðun,
1.3.2. að ef flugvakt er lengd eða hvíldartími styttur um meira en eina klukkustund fái Flugmálastjórn Íslands sent eintak af skýrslunni, þar sem flugrekandinn verður að bæta inn sínum athugasemdum, eigi síðar en 28 dögum eftir atburðinn.
2. Beiting ákvæða í 7. gr. (framlenging flugvaktar vegna skiptrar vaktar) í einstaka afmörkuðum tilvikum við ófyrirséðar aðstæður er háð því að flugstjóri fallist á breytingarnar að höfðu samráði við alla hina flugverjana. Hvíldaraðstaða skal vera í samræmi við c-lið 1. mgr. 7. gr. Flugstjóri skal ætíð gæta ákvæða 1.2 í þessari grein komi til slíkrar framlengingar.
10. gr.
Bakvakt.
1. Bakvakt á flugvelli. Sjá nánar útfærslu í töflu í málsgrein 2.4.
1.1. Bakvakt flugverja á flugvelli hefst er hann mætir á hefðbundinn mætingarstað og lýkur við lok tilkynnts tíma bakvaktarinnar.
1.2. Bakvakt á flugvelli skal teljast með í heild sinni að því er varðar uppsafnaða vakttíma.
1.3. Þegar flugvakt er í beinu framhaldi af bakvakt á flugvelli skal flugvallarbakvaktin reiknast sem 100% af flugvakt. Í slíku tilfelli skal bæta bakvakt á flugvelli við vaktina, sem um getur í liðum 1.1 og 1.2 í 8. gr., í þeim tilgangi að reikna út lágmarkshvíldina.
1.4. Þegar engin flugvakt kemur í beinu framhaldi af bakvakt á flugvelli, skal hvíldartími að lágmarki reiknast skv. 8. gr.
1.5. Flugrekandi skal sjá flugverja, sem er á bakvakt, fyrir rólegum og þægilegum stað sem almenningur hefur ekki aðgang að.
2. Aðrar bakvaktir (þ.m.t. bakvakt á hóteli).
2.1. Eftirfarandi gildir um aðrar bakvaktir utan flugvallar.
2.1.1. Öll starfsemi skal skráð og/eða tilkynnt fyrirfram.
2.1.2. Tímasetning fyrir upphaf og lok bakvaktar skal tekin fram og tilkynnt fyrirfram.
2.1.3. Ákvarða skal hámarkslengd bakvaktar á öðrum stað en á uppgefnum mætingarstað.
2.1.4. Að teknu tilliti til þeirrar hvíldaraðstöðu, sem er í boði fyrir flugverja og annarra viðeigandi þátta, skal skilgreina tengsl bakvaktar og flugvaktar, sem kemur í beinu framhaldi af bakvakt.
2.1.5. Skilgreina skal útreikning á bakvaktartímum í tengslum við uppsafnaða vakttíma.
2.2. Lágmarkshvíld fyrir bakvakt skal vera í samræmi við 8. gr.
2.3. Hámarkstími bakvaktar er 12 klukkustundir. Nú tilkynnir flugrekandi flugverja um bakvakt með meira en 6 klukkustunda fyrirvara og er þá heimilt að framlengja hámarkstíma bakvaktar í 18 klukkustundir, enda sé bakvakt tekin á heimili flugverja eða viðeigandi gistiaðstöðu.
2.4. Útreikningur vegna áhrifa bakvaktar á flugvakt, vaktar og uppsafnaða vakttíma skal vera í samræmi við eftirfarandi töflu:
Bakvakt á flugvelli (án svefnaðstöðu eða viðeigandi gistiaðstöðu) | Svefnaðstaða f. hendi | Heimili eða viðeigandi gistiaðstaða | |
Hámarkslengd bakvaktar | 12 klukkustundir | 12 klukkustundir | 12 klukkustundir Heimilt að framlengja í 18 klst. sjá gr. 2.3 |
Útreikningur á flugvakt eftir bakvakt | Bakvakt reiknast 100% inn í flugvakt | Verði útkall á bakvakt þá reiknast 50% bakvaktar umfram 2 klst. inn í flugvaktina | |
Lágmarkstími frá boðun af bakvakt á flugvakt til mætingar (*) | 0 | 0 | Tilgreindur mætingartími |
Útreikningur á vakt og uppsöfnuðum vakttímum | 100% bakvaktar telst til vaktar og uppsafnaðra vakttíma | 50% bakvaktar telst til vaktar og uppsafnaðra vakttíma | Bakvakt reiknast 50% í uppsafnaða vakttíma að frátöldum fyrstu 4 klst. |
Lágmarkshvíld eftir bakvakt | Sjá 8. gr. þessa viðauka | Sjá 8. gr. þessa viðauka | Sjá 8. gr. þessa viðauka |
(*) Ef útkall er af bakvakt lýkur bakvakt á mætingartíma, nema henni hafi lokið fyrr skv. vaktskrá.
2.5. Flugrekandi skal sjá til þess, ef seinkun verður á flugi áður en flugverji fer af hvíldarstað þann dag sem flug er áætlað, að flugverjinn teljist vera á bakvakt sem hefst á upphaflega áætluðum mætingartíma. Þegar svo er skal flugrekandi tilgreina boðunartíma.
11. gr.
Bakvaktir flugverja í sjúkra-, leitar- og björgunarflugi á þyrlu.
Heimilt er að víkja frá ákvæðum 10. gr. þessa viðauka varðandi tilhögun starfrækslu sjúkra-, leitar- og björgunarflugs á þyrlu eins og hér segir.
Haldi flugrekandi út bakvakt án boðunartíma vegna sjúkra-, leitar- og björgunarflugs með lága útkallstíðni og litla vinnu á hverju bakvaktartímabili má lengja samfellda bakvakt flugverja upp í meðaltíma milli útkalla, sé horft til reksturs viðkomandi flugrekanda og að teknu tilliti til árstíðasveiflna, þó að hámarki 120 klukkustundir, að því gefnu að:
a) bakvaktin sé tekin á viðeigandi gistiaðstöðu eða heimili og
b) útkallskerfið sé þannig gert að:
1. það geti vakið flugverja af eðlilegum svefni og að hann þurfi ekki að vakta kerfið til að skynja merki um útkall og
2. þegar það gefur merki um útkall þá sé ekki um að villast að um útkall sé að ræða. Aths. Þannig getur sími sem jafnframt er notaður, með sömu hringingu, til einkanota eða annarra vinnutengdra nota ekki talist viðunandi kerfi.
Fari flugverji af bakvakt til vinnu má hann fara aftur á bakvakt sé mögulegt að bæta við flugi inn á sömu flugvakt. Flugrekandinn má nýta sér ákvæði um skipta vakt, skv. 7. gr., án þess að tilkynna um það fyrirfram í þessu tilfelli. Standi þessi seinni bakvakt lengur en nauðsynlegur hvíldartími fyrir næstu flugvakt má líta svo á að kröfum um hvíldartíma fyrir næstu flugvakt hafi verið fullnægt, enda sé bakvakt tekin á heimili eða viðeigandi gististað. Í sérstökum tilvikum að fenginni heimild Flugmálastjórnar Íslands skal flugrekanda heimilt að mæla fyrir um bakvakt á flugvelli þar sem svefnaðstaða er fyrir hendi.
Sé ekki mögulegt að bæta við flugi inn á sömu flugvakt skal flugverji fá lágmarkshvíld skv. ákvæðum 8. gr. áður en næsta bakvakt hefst.
Sé samanlagður ferðatími báðar leiðir milli vinnustaðar og hinnar viðeigandi gistiaðstöðu skemmri en 1½ klukkustund má draga mismuninn (1½ klukkustund mínus samanlagður ferðatími) frá lágmarkshvíldartímanum.
Flugrekandi skal sjá til þess að flugverjar fái tækifæri til a.m.k. átta klukkustunda samfellds svefns á hverjum sólarhring og taka tilhlýðilegt tillit til annarra líkamlegra þarfa.
Bakvakt á tímabilinu 00.00 til 08.00 telst ekki til uppsafnaðra vakttíma samkvæmt 4. gr.
en bakvakt á öðrum tímum telst 25 prósent (15 mínútur í vakt fyrir hverja klukkustund á bakvakt).
12. gr.
Næring.
Flugverjar skulu hafa tækifæri til að neyta fæðu og drykkjar svo að frammistaða þeirra skaðist ekki, einkum þegar flugvakt varir lengur en sex klukkustundir.
13. gr.
Skrár um flugvaktir, vinnu- og hvíldartíma.
1. Flugrekandi skal sjá til þess að í skrá yfir hvern flugverja komi fram:
a) fartími,
b) hvenær hver vakt eða flugvakt hefst, hversu lengi hún varir og hvenær henni lýkur,
c) hvíldartími og dagar án vinnuskyldu og að þessar upplýsingar séu uppfærðar til að tryggja að farið sé að kröfum þessa viðauka. Óski flugverji eftir því fær hann afrit af skránum.
2. Nái skrá flugrekanda skv. 1. mgr. ekki yfir allar flugvaktir, vaktir og hvíldartíma hans þá skal viðkomandi flugverji halda eigin skrá þar sem fram kemur:
a) fartími,
b) hvenær hver vakt eða flugvakt hefst, hversu lengi hún varir og hvenær henni lýkur og
c) hvíldartími og dagar án vinnuskyldu.
3. Óski flugrekandi eftir því, skal hann fá í hendur allar skrár þess flugverja sem hann hefur ráðið í vinnu, áður en flugvakt hans hefst.
4. Skrár skulu geymdar í a.m.k. 15 almanaksmánuði frá lokum síðustu færslu, sem skiptir máli, eða lengur sé þess krafist í samræmi við lög.
5. Þar að auki skal hver flugrekandi varðveita allar sérstakar skýrslur flugstjóra um lengdar flugvaktir, lengdar flugstundir og styttingu á hvíldartímabilum í a.m.k. sex mánuði eftir atburðinn.
14. gr.
Kennsluflug þyrlna.
Ákvæði III. viðauka skulu gilda um kennsluflug þyrlu, að undanskildum ákvæðum liðar
3.1 í 3. gr., liðar 1.4. í 4. gr., 5. gr., 6. gr., 9. gr. að frátöldum liðum 1.1 og 1.3, 10. gr. og 11. gr.
Flugkennari er starfar sjálfstætt og/eða er í lausamennsku eða á eigin vegum skal halda sérstaka skrá eftir því sem við á um:
a) fartíma,
b) hvenær hver vakt eða flugvakt hefst, hversu lengi hún varir og hvenær henni lýkur, og
c) hvíldartíma og daga án vinnuskyldu.
Flugkennari skal framvísa framangreindum upplýsingum, áður en hann byrjar á flugvakt, hjá öllum flugrekendum og flugskólum sem nýta sér þjónustu hans.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.