1041/2010
Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 1138/2008 um styrki vegna hjálpartækja. - Brottfallin
Stofnreglugerð:
Felld brott með:
1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á fylgiskjalinu "Hjálpartæki Sjúkratrygginga Íslands" með reglugerðinni:
Í flokknum 04 Hjálpartæki til meðferðar og þjálfunar verða eftirfarandi breytingar:
-
Í stað orðanna "kr. 37.000" í 2. mgr. í flokknum 0403 hjálpartæki við öndunarmeðferð kemur: kr. 25.000.
-
Flokkur 04 03 03 Lofthitarar, 70% til að hita innöndunarloft fellur brott.
-
Í stað orðanna "kr. 37.000" í flokknum 04 03 06 Innöndunartæki 70% kemur: kr. 25.000.
-
Í flokknum 0424 Búnaður (tæki og efni) til mælinga (efnamælinga) verða eftirfarandi breytingar:
-
Í stað orðanna "geta fengið að hámarki 300 blóðstrimla á tólf mánaða tímabili (6 pakkningar)" í c-lið 1. mgr. kemur: geta fengið að hámarki 50 blóðstrimla á tólf mánaða tímabili (eina pakkningu).
-
Við c-lið 1. mgr. bætist nýr málsliður sem orðast svo: Á fyrsta ári eftir greiningu geta þeir þó fengið að hámarki 100 blóðstrimla á tólf mánaða tímabili (tvær pakkningar).
-
Flokkur 04 48 92 Stuðningshjól (hjálpardekk á hjól) hámarksstyrkur samkvæmt verðkönnun hverju sinni fellur brott.
Í flokknum 09 Hjálpartæki við persónulega aðhlynningu og fatnaður verður eftirfarandi breyting:
Í stað orðanna "Hlífðarhanskar og hlífðarvettlingar 100%" í flokknum 09 06 15 kemur: Hlífðarhanskar og hlífðarvettlingar 100%. Samþykkt magn einnota hanska miðast að hámarki við fimm pör á dag og tveggja mánaða birgðir í senn fyrir hvern einstakling. Heimilt er þó að veita fimm pör (tíu stk.) á sólarhring fyrir einstaklinga með öndunartæki, stóma eða annan búnað tengdan/áfastan líkama.
Í flokknum 12 Ferlihjálpartæki og hjálpartæki við flutning verður eftirfarandi breyting:
Flokkur 12 24 94 Yfirbreiðslur á hjólastóla, 100% fellur brott.
Flokkur 15 Hjálpartæki við heimilishald fellur brott.
Í flokknum 18 Húsbúnaður verður eftirfarandi breyting:
Flokkur 18 09 12 Lyftistólar/lyftisetur ("katapultstólar/-sæti") 100% fellur brott.
Í flokknum 21 Hjálpartæki til tjáskipta, upplýsinga og viðvörunar verða eftirfarandi breytingar:
-
Flokkur 21 10 06 Prentarar 100% fellur brott.
-
Flokkur 21 12 12 Viðbótarminniseining og/eða diskdrif, 100% fellur brott.
-
Flokkur 21 24 03 Sérhannaðir pennar, 50% fellur brott.
-
Í flokknum 2151 Viðvörunarkerfi. Öryggiskallkerfi bætist nýr málsl. við 1. tölul. 1. mgr., sem verður 2. málsl. og orðast svo: Frá skilyrðinu um að umsækjandi búi einn má víkja ef umsækjandi býr við svo mikla fötlun að hann getur ekki hringt í síma/farsíma.
Í flokknum 24 Hjálpartæki til að meðhöndla tæki eða hluti verða eftirfarandi breytingar:
-
Flokkur 24 06 03 Opnarar til að opna flöskur, dósir og önnur ílát, 50% fellur brott.
-
Flokkur 24 18 06 Aðlöguð grip 50% fellur brott.
2. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 1. mgr. 26. gr. laga nr. 112/2008, um sjúkratryggingar, öðlast gildi 1. janúar 2011.
Heilbrigðisráðuneytinu, 28. desember 2010.
Guðbjartur Hannesson.
Guðríður Þorsteinsdóttir.