Prentað þann 9. apríl 2025
104/2001
Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 144/1994 um rafföng til notkunar á sprengihættustöðum með eða án tiltekinnar varnartilhögunar, með síðari breytingum.
1. gr.
Viðauki I við reglugerð þessa skal bætast við I. viðauka reglugerðar nr. 144/1994 um rafföng til notkunar á sprengihættustöðum með eða án tiltekinnar varnartilhögunar, með síðari breytingum.
2. gr.
Viðauki II við reglugerð þessa skal bætast við II. viðauka reglugerðar nr. 144/1994 um rafföng til notkunar á sprengihættustöðum með eða án tiltekinnar varnartilhögunar, með síðari breytingum.
3. gr.
Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum um öryggi raforkuvirkja, neysluveitna og raffanga nr. 146/1996 og byggir á tilskipun 98/65/EBE um breytingu á tilskipun 82/130/EBE. Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Viðskiptaráðuneytinu, 22. janúar 2001.
Valgerður Sverrisdóttir.
Þorgeir Örlygsson.
VIÐAUKI I
Vottorð útgefin á grundvelli staðlanna, sem eru taldir upp hér á eftir, skulu merkt "E-vottorð". Bókstafurinn E skal standa fyrir framan raðnúmer hvers vottorðs um sig.
EVRÓPUSTAÐLAR
(samdir af Rafstaðlasamtökum Evrópu (CENELEC), 35 rue de Stassart, B-1050 Brussel)
Númer | Titill | Útgáfa | Dagsetning |
EN 50014 | Raftæki fyrir sprengihættustaði: Almennar kröfur | 2 | Desember 1992 |
EN 50015 | Raftæki fyrir sprengihættustaði: Olíufylling "o" | 2 | Apríl 1994 |
EN 50016 | Raftæki fyrir sprengihættustaði: Háþrýstitæki "p" | 2 | Október 1995 |
EN 50017 | Raftæki fyrir sprengihættustaði: Sallafylling "q" | 2 | Apríl 1994 |
EN 50018 | Raftæki fyrir sprengihættustaði: Logatraust umlykja "d" | 2 | Ágúst 1994 |
EN 50019 | Raftæki fyrir sprengihættustaði: Aukið öryggi "e" | 2 | Mars 1994 |
EN 50020 | Raftæki fyrir sprengihættustaði: Sjálftrygg útfærsla "i" | 2 | Ágúst 1994 |
VIÐAUKI II
Breytingar og viðbætur við Evrópustaðlana sem taldir eru upp í viðauka I
(önnur útgáfa Evrópustaðla)
1. viðbætir
RAFFÖNG Í I. FLOKKI TIL NOTKUNAR Á SPRENGIHÆTTUSTÖÐUM
ALMENNAR KRÖFUR
(Evrópustaðall EN 50014)
Í stað textans í 7.3.1 í Evrópustaðli EN 50014 (desember 1992) komi eftirfarandi:
"7.3.1 Rafföng í I. flokki
Umlykjur úr plastefnum, sem hafa yfirborð með ofanvarpi í einhverja átt sem er meira en 100 cm²eða sem bera málmhluta með meiri rýmd til jarðar en 3 pF við verstu eiginlegu aðstæður, skulu þannig hannaðar að við eðlilegar aðstæður við notkun, viðhald og hreinsun sé ekki hætta á íkveikju vegna stöðurafmagns.
Þessari kröfu skal fullnægt:
– annaðhvort með viðeigandi vali á efni; en einangrunarviðnám þess mælt samkvæmt þeirri aðferð sem lýst er í 23.4.7.8 í þessum Evrópustaðli skal ekki vera meira en:
– 1 G við 23 ± 2 ° C og 50 ± 5 % rakastig,
– 100 G við ystu mörk hita- og rakastigs sem gefið er upp sem notkunaraðstæður fyrir raffangið; merkið "X" skal þá sett á eftir tilvísuninni til vottorðsins eins og segir í lið 27.2.9,
– eða með stærð, lögun, fyrirkomulagi eða öðrum varnaraðgerðum. Sannreynt skal með raunverulegum íkveikjuprófunum á loft-metanblöndu með 8,5 ± 0,5% metan að hættulegar stöðurafmagnshleðslur myndist ekki.
Ef ekki er hægt að útiloka hættu áíkveikju í hönnuninni skal upplýsa á viðvörunarspjaldiþær öryggisráðstafanir sem þarf að gera við notkun."
3. viðbætir
RAFFÖNG TIL NOTKUNAR Á SPRENGIHÆTTUSTÖÐUM Í I. FLOKKI
SJÁLFTRYGG ÚTFÆRSLA "i"
Rafkerfi með sjálftryggri útfærslu
Athugasemd: Í námum þar sem getur myndast eldfimt gas er, í Sambandslýðveldinu Þýskalandi, notað orðið ,,Anlage" í stað "System". |
1. | Gildissvið |
1.1. | Þessi viðauki inniheldur sérkröfur um uppbyggingu og prófun rafkerfa með sjálftryggri útfærslu þegar allt kerfið eða hlutar þess eru ætlaðir til uppsetningar á sprengihættustöðum, í námum þar sem myndast getur eldfimt gas, sem tryggja skulu að slík rafkerfi valdi ekki sprengingu í umhverfi sínu. |
1.2. | Með þessum viðauka er bætt við Evrópustaðal EN 50020 "Sjálftrygg útfærsla "i" " (önnur útgáfa, ágúst 1994) þeim kröfum sem eiga við smíði og prófun raffanga með sjálftryggri útfærslu og tilheyrandi raffanga. |
1.3. | Þessi viðauki kemur ekki í stað uppsetningarreglna fyrir rafföng með sjálftryggri útfærslu, tilheyrandi rafföng og rafkerfi með sjálftryggri útfærslu. |
2. | Skilgreiningar |
2.1. | Eftirfarandi skilgreiningar, sem sérstaklega eiga við rafkerfi með sjálftryggri útfærslu, gilda í þessum viðauka. Þær eru til viðbótar skilgreiningunum sem eru í Evrópustaðli EN 50014 "Almennar kröfur" og EN 50020 "Sjálftrygg útfærsla "i" ". |
2.2. | Rafkerfi með sjálftryggri útfærslu |
Samstæða einstakra raffanga, sem skilgreind er í skjalfestri kerfislýsingu, þar sem tengirásir eða hlutar þeirra, sem ætlaðir eru til notkunar á sprengihættustöðum, eru rásir með sjálftryggri útfærslu og uppfylla kröfur þessa viðauka. | |
2.3. | Vottað rafkerfi með sjálftryggri útfærslu |
Rafkerfi samkvæmt lið 2.2 sem prófunarstöðin hefur gefið út kerfisvottorð um og vottað að umrædd gerð rafkerfis sé í samræmi við þennan viðauka. | |
Athugasemd 1: Ekki er nauðsynlegt að einstök rafföng í rafkerfi með sjálftryggri útfærslu séu vottuð sérstaklega en þau þurfa að vera auðþekkjanleg. | |
Athugasemd 2: Að svo miklu leyti sem reglur viðkomandi lands varðandi uppsetningu gera það mögulegt má setja upp, án frekari vottorða, rafkerfi sem eru í samræmi við lið 2.2, ef þekking á rafrænum færibreytum hluta í vottuðum rafföngum með sjálftryggri útfærslu, tilheyrandi vottuðum rafföngum, rafföngum sem ekki eru vottuð en eru í samræmi við lið 1.3 í Evrópustaðli EN 50014 "Almennar kröfur" og þekking á rafrænum og eðlisfræðilegum eiginleikum íhlutanna og tengitauganna leyfir að dregin sé sú ótvíræða ályktun að sjálftrygg útfærsla sé fyrir hendi. | |
2.4. | Aukahlutir |
Rafföng sem eingöngu hafa íhluti til að tengja eða tengja og rjúfa rásir með sjálftryggri útfærslu og sem ekki hafa áhrif á sjálftrygga útfærslu kerfisins, svo sem tengidósir, greinikassar, klær og tenglar og líkir hlutir, rofar o.s.frv. | |
3. | Flokkun rafkerfa með sjálftryggri útfærslu |
3.1. | Rafkerfi með sjálftryggri útfærslu, eða hluta þeirra, skal flokka í annan af tveimur flokkum: "ia" eða "ib". Kröfur í þessum viðauka eiga við báða flokkana nema annað sé tekið fram. |
Athugasemd: Rafkerfi með sjálftryggri útfærslu, eða hlutar þeirra, kunna að vera í öðrum flokkum en þau rafföng með sjálftryggri útfærslu og rafföng tengd þeim sem eru í kerfinu eða hlutum þess. Einnig geta mismunandi hlutar rafkerfis með sjálftryggri útfærslu verið í mismunandi flokkum. | |
3.2. | Flokkur "ia" |
Rafkerfi með sjálftryggri útfærslu, eða hlutar þeirra, eru í flokki "ia" ef þau samræmast kröfum um rafföng með sjálftryggri útfærslu í flokki "ia" (sjá lið 5.2 í Evrópustaðli EN 50020 "Sjálftrygg útfærsla"), nema að líta ber á rafkerfi með sjálftryggri útfærslu í heild sem eitt einstakt raffang. | |
3.3. | Flokkur "ib" |
Rafkerfi með sjálftryggri útfærslu, eða hlutar þeirra, eru í flokki "ib" ef þau samræmast kröfum um rafföng í flokki "ib" (sjá lið 5.3 í Evrópustaðli EN 50020 "Sjálftrygg útfærsla"), nema að líta ber á rafkerfi með sjálftryggri útfærslu í heild sem eitt einstakt raffang. | |
4. | Tengitaugar í rafkerfi með sjálftryggri útfærslu |
4.1. | Rafrænar færibreytur og alla eiginleika tengitauga fyrir rafkerfi með sjálftryggri útfærslu skal, að svo miklu leyti sem sjálftrygg útfærsla er háð þeim, tilgreina í vottunarskjölum fyrir umrætt rafkerfi. |
4.2. | Ef fjöltauga strengur inniheldur tengingar sem eru hluti af fleiri en einu kerfi með sjálftryggri útfærslu skal strengurinn fullnægja eftirtöldum kröfum: |
4.2.1. | Geislalæg þykkt einangrunar skal svara til þvermáls leiðarans. Sé um pólýetýlen að ræða skal geislalæg (radíal) lágmarksþykkt vera 0,2 mm. |
4.2.2. | Áður en fjöltauga strengur er fluttur úr verksmiðju framleiðandans skal gera á honum þær riðstraums torleiðisprófanir sem tilgreindar eru annaðhvort í lið 4.2.2.1 eða 4.2.2.2. Árangur þessara prófana skal vottaður með prófunarvottorði sem gefið er út af framleiðanda strengsins. |
4.2.2.1. | Áður en hún er sett í strenginn skal hver taug prófuð með virkri spennu að raungildi 3 000 V + (2 000 sinnum geislalæg þykkt einangrunarinnar í mm) V. Eftir samsetningu er strengurinn: |
— í fyrsta lagi prófaður með virkri spennu að raungildi 500 V milli allra brynvarna eða hlífa strengsins rafrænt samtengdra og knippis allra tauga strengsins rafrænt samtengdra, | |
— í öðru lagi prófaður með virkri spennu að raungildi 1 000 V milli knippis af öðrum helmingi tauga strengsins og knippis af hinum helmingi þeirra. | |
4.2.2.2. | Eða strengurinn er eftir samsetningu: |
— í fyrsta lagi prófaður með virkri spennu að raungildi 1 000 V milli allra brynvarna eða hlífa strengsins rafrænt tengdra og knippis af öllum taugum strengsins rafrænt tengdum og, | |
— í öðru lagi prófaður með virkri spennu að raungildi 2 000 V milli hverrar taugar strengsins fyrir sig og knippis af öllum hinum taugunum rafrænt tengdum. | |
4.2.3. | Prófanirnar, sem mælt er fyrir um í lið 4.2.2, skal gera með riðstraumsspennu sem í aðalatriðum hefur sínuslaga bylgjuform og tíðni milli 48 Hz og 62 Hz og kemur úr spenni með viðeigandi afl að teknu tilliti til rýmdar strengsins. Þegar gerðar eru torleiðisprófanir á samsettum strengjum skal auka spennuna stöðugt upp að hinu tiltekna gildi á ekki skemmri tíma en 10 sekúndum og halda henni síðan í minnst 60 sekúndur. |
Framleiðandi strengsins annast prófanirnar. | |
4.3. | Ekki skal taka tillit til neinna bilana milli tauga í fjöltauga streng ef annarri af tveim eftirtöldum kröfum er fullnægt: |
4.3.1. | Strengurinn er í samræmi við lið 4.2 og hver einstök rás með sjálftryggri útfærslu er umlukt leiðandi hlíf sem hylur minnst 60% hennar. |
Athugasemd: Ef tengja á hlífina við jörð eða umlykju er það tekið fram í reglum um uppsetningu. | |
4.3.2. | Strengurinn er, í samræmi við lið 4.2, vel varinn gegn skemmdum og hver rás með sjálftryggri útfærslu innan strengsins hefur, við eðlilega notkun, toppspennuna 60 volt eða minna. |
4.4. | Þegar fjöltauga strengur er í samræmi við lið 4.2 en ekki 4.3 og í honum eru aðeins rásir með sjálftryggri útfærslu sem eru hlutar af einu sjálftryggu rafkerfi skal taka tillit til bilana milli allt að fjögurra tauga í strengnum auk þess að beita annaðhvort lið 3.2 eða 3.3. |
4.5. | Þegar fjöltauga strengur er í samræmi við lið 4.2 en ekki 4.3 og í honum eru rásir með sjálftryggri útfærslu sem eru hlutar af mismunandi sjálftryggum rafkerfum skal hver rás með sjálftryggri útfærslu í strengnum hafa öryggisstuðul sem er minnst fjórum sinnum hærri en það sem krafist er í lið 3.2 eða 3.3. |
4.6. | Þegar fjöltauga strengur er ekki í samræmi við lið 4.2 og 4.3 skal taka tillit til allra bilana milli tauga í strengnum til viðbótar því að beita lið 3.2 eða 3.3. |
4.7. | Í vottunarskjölum fyrir rafkerfi með sjálftryggri útfærslu skal tilgreina notkunarskilyrði sem eru afleiðing af því að liðum 4.3 til 4.6 er beitt. |
5. | Aukahlutir notaðir í rafkerfum með sjálftryggri útfærslu |
Þeir aukahlutir, sem taldir eru upp í vottunarskjölunum sem hlutar af rafkerfum með sjálftryggri útfærslu, skulu vera í samræmi við: | |
— liði 7 og 8 í Evrópustaðli EN 50014 "Almennar kröfur", | |
— liði 6 og 12.2 í Evrópustaðli EN 50020 "Sjálftrygg útfærsla "i" ". | |
Þeir skulu að minnsta kosti vera merktir með nafni framleiðanda eða skráðu vörumerki hans. | |
Athugasemd: Notkun óskráðra aukahluta er háð kröfum um uppsetningu. | |
6. | Gerðarprófanir |
Rafkerfi með sjálftryggri útfærslu skulu gerðarprófuð í samræmi við gerðarprófunarkröfur í 10. lið í Evrópustaðli EN 50020 "Sjálftrygg útfærsla "i" " en taka skal tillit til 4. liðar í þessum viðauka. | |
7. | Merking rafkerfa með sjálftryggri útfærslu |
Handhafi vottorðs um vottað rafkerfi með sjálftryggri útfærslu skal setja merki um það á minnst eitt af þeim rafföngum sem komið er fyrir á mikilvægum stöðum. Merkingin skal innihalda lágmarksmerkingu samkvæmt lið 27.6 í Evrópustaðli EN 50014 "Almennar kröfur" og bókstafina "SYST". |
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.