Prentað þann 7. apríl 2025
1037/2008
Reglugerð um breyting á reglugerð um héraðslögreglumenn nr. 283/1997 með síðari breytingu.
1. gr.
2. gr. orðast svo:
Lögreglustjóra í öðrum umdæmum en í umdæmum lögreglustjóranna á Akureyri, Akranesi, Borgarnesi, Eskifirði, Vestfjörðum á Ísafirði, Selfossi, Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu er heimilt að ráða allt að 8 héraðslögreglumenn til starfa í umdæmi sínu, að fengnu samþykki ríkislögreglustjóra.
Lögreglustjórunum á Akureyri, Akranesi, Borgarnesi, Eskifirði, Vestfjörðum á Ísafirði og Selfossi er heimilt að ráða allt að 16 héraðslögreglumenn, lögreglustjóranum á Suðurnesjum er heimilt að ráða allt að 40 héraðslögreglumenn og lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu er heimilt að ráða allt að 80 héraðslögreglumenn að fengnu samþykki ríkislögreglustjóra.
2. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 3. mgr. 10. gr. lögreglulaga, nr. 90 13. júní 1996 með áorðnum breytingum, öðlast þegar gildi.
Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 12. nóvember 2008.
Björn Bjarnason.
Þórunn J. Hafstein.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.