Samgönguráðuneyti

1036/2005

Reglugerð um breytingu á reglugerð um fólksflutninga á landi nr. 528/2002. - Brottfallin

1. gr.

Eftirfarandi breyting verður á 7. gr. reglugerðarinnar:

2. mgr. breytist og orðist svo: Námskeið samkvæmt ákvæði þessu eru í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru í tilskipun nr. 96/26/EB, sbr. tilskipun nr. 98/76/EB, um aðgang að starfsgrein farmflytjanda á vegum og starfsgrein aðila sem stunda farþegaflutninga á vegum og um gagnkvæma viðurkenningu á prófskírteinum, vottorðum og öðrum vitnisburði um formlega menntun og hæfi sem á að auðvelda þessum aðilum að neyta staðfesturéttarins í innanlands- og millilandaflutningum.

2. gr.

Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt lögum nr. 73/2001 með síðari breytingum staðfestist hér með til að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.

Samgönguráðuneytinu, 9. nóvember 2005.

Sturla Böðvarsson.

Ragnhildur Hjaltadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica