Veflestur er þjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá
Dómsmálaráðuneyti

1035/2024

Reglugerð um breytingu á reglugerð um söfnunarkassa nr. 320/2008.

1. gr.

1. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Íslandsspilum, sem er félag í eigu Rauða kross Íslands og Slysavarnafélagsins Landsbjargar, er heimilt að reka allt að 650 söfnunarkassa með peningavinningum, sbr. lög nr. 73/1994.

Íslandsspilum er skylt að tilkynna dómsmálaráðuneytinu um nýja söfnunarkassa og nýja leiki hverju sinni.

 

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað "Íslenskum söfnunarkössum" í 2. mgr. kemur: Íslandsspilum.
  2. Á eftir 3. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
    Við rekstur söfnunarkassa skal gætt að ábyrgri spilahegðun og heilsu almennings eftir því sem kostur er.

 

3. gr.

1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Stjórn Íslandsspila ákveður hvar söfnunarkössum verður komið fyrir.

 

4. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. reglugerðarinnar:

  1. 2. mgr. orðast svo:
    Hámarksfjárhæð sem hægt er að nota í hverjum einstökum leik er 300 kr.
  2. 3. mgr. orðast svo:
    Í söfnunarkassa er heimilt að nota íslenska mynt og seðla sem í gildi eru á hverjum tíma. Heimilt er að greiða fyrir þátttöku í leik og taka á móti vinningum með rafrænum hætti.

 

5. gr.

2. mgr. 7. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Hámarksvinningur söfnunarkassa skal aldrei vera hærri en 5.000.000 kr.

 

6. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 8. gr. reglugerðarinnar:

  1. 1. mgr. orðast svo:
    Vinningshafi skal að jafnaði fá vinning sinn greiddan úr söfnunarkassa með reiðufé, útprentuðum miða eða með rafrænum hætti.
  2. 3. mgr. orðast svo:
    Vinningsmiðar eru greiddir á útgáfustað eða á skrifstofu Íslandsspila eða með rafrænum hætti. Vinnings skal vitja innan árs frá því til hans var unnið. Að þeim fresti liðnum fellur vinningurinn niður.

 

7. gr.

Í stað "Íslenskir söfnunarkassar" í 9. gr. reglugerðarinnar kemur: Íslandsspil.

 

8. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 10. gr. reglugerðarinnar:

  1. Hvarvetna þar sem heitið "Íslenskir söfnunarkassar" kemur fyrir í greininni kemur: Íslands­spil.
  2. Hvarvetna þar sem "dóms- og kirkjumálaráðherra" kemur fyrir í greininni kemur: dómsmála­ráðherra.
  3. Hvarvetna þar sem "dóms- og kirkjumálaráðuneyti" kemur fyrir í greininni kemur í viðeig­andi beygingarmynd: dómsmálaráðuneyti.

 

9. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 4. gr. laga um söfnunarkassa, nr. 73/1994, öðlast þegar gildi.

 

Dómsmálaráðuneytinu, 2. september 2024.

 

Guðrún Hafsteinsdóttir.

Haukur Guðmundsson.

Prenta reglugerð

Þetta vefsvæði byggir á Eplica