1. gr.
Við 1. gr. reglugerðarinnar bætist 3. mgr. sem orðist svo:
Veiðar á sæbjúgum eru einungis heimilar á svæðum sem hafa verið heilnæmiskönnuð af Matvælastofnun (MAST).
2. gr.
Við 2. gr. reglugerðarinnar bætist ný mgr. er verður 1. mgr. og orðast svo:
Með umsókn skal fylgja samningur um vinnslu á sæbjúgum í landi eða jafngild yfirlýsing þegar um eigin vinnslu er að ræða. Í báðum tilfellum þarf staðfesting frá MAST að fylgja um að viðkomandi vinnsla hafi gilt vinnsluleyfi frá MAST.
3. gr.
Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum nr. 79/1997 um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, og lögum nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum, til að öðlast gildi 1. mars 2014 og birtist til eftirbreytni öllum sem hlut eiga að máli.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 15. nóvember 2013. |
F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, |
Baldur P. Erlingsson. |
Hrefna Karlsdóttir.