Veflestur er þjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá
Dómsmála- og mannréttindaráðuneyti

999/2009

Reglugerð um breyting á reglugerð um útlendinga, nr. 53 23. janúar 2003, með síðari breytingum. - Brottfallin

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á viðauka 3, I:

  1. Á eftir ríkjaheitinu Makaó kemur: Makedónía (fyrrum sambandslýðveldi Júgó­slavíu), að því er varðar handhafa vegabréfa með lífkennum.
  2. Á eftir ríkjaheitinu San Maríno kemur: Serbía að því er varðar handhafa vegabréfa með lífkennum en á ekki við um handhafa serbneskra vegabréfa sem gefin eru út af Serbnesku samræmingarstofnuninni (á serbnesku: Koodinaciona uprava).
  3. Á eftir ríkjaheitinu Suður-Kórea kemur: Svartfjallaland að því er varðar handhafa vegabréfa með lífkennum.

2. gr.

Reglugerð þessi sem sett er með heimild í 6. gr. og 58. gr. laga um útlendinga nr. 96 15. maí 2002 öðlast gildi þegar í stað.

Dómsmála- og mannréttindaráðuneytinu, 18. desember 2009.

Ragna Árnadóttir.

Kristrún Kristinsdóttir.

Prenta reglugerð

Þetta vefsvæði byggir á Eplica