1. gr.
Við 2. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
Þrátt fyrir bann við síldveiðum með flotvörpu samkvæmt þessari grein eru veiðar á íslenskri sumargotssíld heimilar í friðunarhólfi vestur af landinu sem tilgreint er í 1. og 2. tl. 1. gr. reglugerðar nr. 310/2007, um friðunarsvæði við Ísland.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt 2. mgr. 6. gr. laga nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, til þess að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 30. október 2018.
Kristján Þór Júlíusson
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Arnór Snæbjörnsson.