Umhverfis- og auðlindaráðuneyti

908/2017

Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 73/2013 um úthlutun endurgjaldslausra losunarheimilda til rekstraraðila staðbundinnar starfsemi í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir. - Brottfallin

1. gr.

Við 21. gr. reglugerðarinnar bætast tveir nýir stafliðir, svohljóðandi:

  g) Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2014/746/ESB frá 27. október 2014 sem ákvarðar, í sam­ræmi við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2003/87/EB, lista yfir geira og undirgeira sem teljast berskjaldaðir fyrir verulegri hættu á kolefnisleka, fyrir tímabilið 2015 til 2019, sem vísað er til í tölulið 21alb, III. kafla, XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahags­svæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 192/2015, frá 10. júlí 2015, með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af reglugerð þessari, XX. viðauka samningsins, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Ákvörð­unin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 63 frá 17. nóvember 2016, 2016/EES/63/03, bls. 24-34.
  h) Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/126 frá 24. janúar 2017 um breytingu á ákvörðun 2013/448/ESB að því er varðar almennan leiðréttingarstuðul samkvæmt ákvæði 10a í tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2003/87/EB sem vísað er til í tölulið 21alg (ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2013/448/ESB) í XX. viðauka samningsins um Evrópska efna­hags­svæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun Sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 110/2017 frá 13. júní 2017, með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af reglugerð þessari, XX. viðauka samningsins, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans.

2. gr.

Innleiðing.

Reglugerð þessi er sett til innleiðingar á:

Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2014/746/ESB frá 27. október 2014 sem ákvarðar, í samræmi við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2003/87/EB, lista yfir geira og undirgeira sem teljast berskjaldaðir fyrir verulegri hættu á kolefnisleka, fyrir tímabilið 2015 til 2019, sem vísað er til í tölulið 21alb, III. kafla, XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 192/2015, frá 10. júlí 2015.

Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/126 frá 24. janúar 2017 um breytingu á ákvörðun 2013/448/ESB að því er varðar almennan leiðréttingarstuðul samkvæmt ákvæði 10a í tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2003/87/EB sem vísað er til í tölulið 21alg (ákvörðun fram­kvæmda­stjórnarinnar 2013/448/ESB) í XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahags­svæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 110/2017 frá 13. júní 2017.

3. gr.

Nýr viðauki í stað fyrri viðauka um almennan leiðréttingarstuðul er birtur með reglugerð þessari.

4. gr.

Lagastoð og gildistaka.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 11. mgr. 10. gr., 7. mgr. 11. gr. og 4. mgr. 12. gr. laga nr. 70/2012 um loftslagsmál með síðari breytingum.

Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 9. október 2017.

Björt Ólafsdóttir.

Sigríður Auður Arnardóttir.

VIÐAUKI
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica