Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

904/2006

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 827/2002 um ferðastyrki Tryggingastofnunar ríkisins vegna brýnnar sjúkdómsmeðferðar erlendis. - Brottfallin

1. gr.

Í 1. málsl 1. gr. kemur: "nr. 703/2006" í stað: "nr. 201/1998".

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 2. mgr. 2. gr.:

  1. Í 2. málsl. kemur: "3. mgr. 2. gr. og 6. mgr. 5. gr. reglugerðar nr. 871/2004" í stað: "3. mgr. 3. gr. og 6. mgr. 6. gr. reglna nr. 213/1999".
  2. Í 3. málsl. kemur: "3. mgr. 2. gr." í stað: "3. mgr. 3. gr.".

3. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 3. gr.:

  1. Í 3. málsl. falla brott orðin: "og þá aðallega ef sjúklingur er yngri en 18 ára".
  2. 4. málsl. orðast svo: Ef sjúklingur er yngri en 18 ára skal greiða ferðastyrk fyrir báða foreldra (eða tvo nánustu aðstandendur eftir því sem við á).

4. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 3. mgr. 33. gr., sbr. d-lið 1. mgr. 33. gr., laga nr. 117/1993 um almannatryggingar, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, 3. nóvember 2006.

Siv Friðleifsdóttir.

Ragnheiður Haraldsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica