Samgönguráðuneyti

836/2008

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 205/2007 um lofthæfi- og umhverfisvottun loftfara og tilheyrandi framleiðsluvara, hluta og búnaðar og vottun hönnunar- og framleiðslufyrirtækja með síðari breytingum. - Brottfallin

1. gr.

Eftirfarandi breyting er gerð á fylgiskjali I:

Frestun á gildistöku sem vitnað er til í 2. mgr. 2. gr. c er framlengd til 28. september 2009 hvað varðar flugvélar af gerðunum Antonov AN-26 og AN-26B og þyrlur af gerðunum Kamov-32A12 og Kamov-32A11BC.

2. gr.

Viðurlög.

Brot gegn ákvæðum reglugerðar þessarar varða við refsingu samkvæmt 141. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum.

3. gr.

Gildistaka.

Með reglugerð þessari öðlast gildi hér á landi reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 287/2008 frá 28. mars 2008 um framlengingu á gildistíma sem vísað er til í 3. mgr. 2. gr. c í reglugerð (EB) nr. 1702/2003 með þeim breytingum og viðbótum sem leiða af XIII. viðauka EES-samningsins, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum hans.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 7. mgr. 28. gr., sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Samgönguráðuneytinu, 12. ágúst 2008.

Kristján L. Möller.

Ragnhildur Hjaltadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica