Umhverfis- og auðlindaráðuneyti

799/2015

Reglugerð um (8.) breytingu á reglugerð nr. 786/1999 um mengunarvarnaeftirlit. - Brottfallin

1. gr.

Töluliður 13 í fylgiskjali 1 orðist svo:

13. a. Meðhöndlun og förgun spilliefna, þ.m.t. námuúrgangsstaðir, þar sem heimild er til meðhöndlunar á meira en 2.500 tonnum af spilliefnum á ári 1
  b. Meðhöndlun og förgun spilliefna, þ.m.t. námuúrgangsstaðir, þar sem heimild er til meðhöndlunar á 500-2.500 tonnum af spilliefnum á ári eða til að endurmynda og nýta úrgangsolíu á staðnum að magni 10.000 tonn á ári eða meira 2
  c. Meðhöndlun og förgun spilliefna, þ.m.t. námuúrgangsstaðir, þar sem heimild er til meðhöndlunar á 50-499 tonnum af spilliefnum á ári eða til að endurmynda og nýta úrgangsolíu á staðnum í minna magni en 10.000 tonn á ári 3
  d. Meðhöndlun og förgun spilliefna, þ.m.t. námuúrgangsstaðir, þar sem heimild er til meðhöndlunar á minna en 50 tonnum af spilliefnum á ári eða þar sem einvörð­ungu eru meðhöndlaðir rafgeymar 4

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum 5. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir og öðlast þegar gildi.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 26. ágúst 2015.

F. h. r.

Sigríður Auður Arnardóttir.

Steinunn Fjóla Sigurðardóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica