784/2005
Reglugerð um breytingu á reglugerð um eftirlit og skráningu á afli aðalvéla íslenskra skipa, nr. 610/2003. - Brottfallin
Stofnreglugerð:
Felld brott með:
1. gr.
Við 1. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein, sem verður 2. mgr.
Tilgangur reglugerðarinnar er að afl aðalvéla sé skráð með öruggum og samhæfðum hætti.
2. gr.
3. mgr. 4. gr. orðist svo:
Fyrir nýjar vélar í skipum sem teknar eru í notkun eftir gildistöku reglugerðar nr. 610/2003 skal aflið mælt skv. ISO-staðli 3046 eða öðrum viðeigandi alþjóða- og landsstöðlum.
3. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt 3. gr. laga um eftirlit með skipum, nr. 47/2003, 13. gr. laga um atvinnuréttindi vélfræðinga, vélstjóra og vélavarða á íslenskum skipum, með síðari breytingum, og 4. gr. laga um skráningu skipa, nr. 115/1985, með síðari breytingum, staðfestist hér með til að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.
Samgönguráðuneytinu, 15. ágúst 2005.
Sturla Böðvarsson.
Sigurbergur Björnsson.