Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

781/2016

Reglugerð um breytingar á reglugerð nr. 20/2016 um starfsreglur Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða vegna styrkveitinga. - Brottfallin

1. gr.

C-liður 1. mgr. 7. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

  1. Framkvæmd: Varanleg mannvirkjagerð eða endurbætur mannvirkja og uppsetning skilta og annarra merkinga. Til þessa flokks verkefna teljast m.a. ferðamannaleiðir og áningarstaðir en einnig aðgerðir til að endurheimta náttúrugæði, s.s. uppgræðsla og aflagning hentistíga.

2. gr.

Fyrirsögn 13. gr. reglugerðarinnar og 1. mgr. orðast svo:

Greiðsla styrks og mat á framvindu verkefna.

Styrkur greiðist út til styrkþega í samræmi við samþykkta kostnaðar-, verk- og framkvæmda­áætlun, sbr. b-lið 9. gr. Fyrsta greiðsla, 30% af styrkfjárhæð, greiðist við undirritun samnings. Áður en til frekari greiðslna kemur skal styrkþegi skila inn framvinduskýrslu sem lýsir a.m.k. hálfnuðu verki. Við skil á framvinduskýrslu greiðast 30% af styrkfjárhæðinni. Lokagreiðsla, 40% af styrk­fjárhæð­inni, verður ekki greidd fyrr en lokaskýrslu hefur verið skilað og hún yfirfarin. Ef styrk­fjárhæð er lægri en 6 m.kr. eða verktími styttri en 4 mánuðir greiðist styrkur út í tveimur greiðslum, þar af 30% við undirritun samnings. Seinni greiðslan, 70% af styrkfjárhæð, er greidd út þegar loka­skýrslu hefur verið skilað og hún yfirfarin og samþykkt.

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 6. gr. laga nr. 75/2011 um Framkvæmdasjóð ferða­manna­staða, öðlast þegar gildi og fer úthlutun styrkja úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða haustið 2016 fram á grundvelli hennar eftir því sem við á.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 8. september 2016.

F. h. iðnaðar- og viðskiptaráðherra,

Kristján Skarphéðinsson.

Sigrún Brynja Einarsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica