1. gr.
C-liður 1. mgr. 7. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
2. gr.
Fyrirsögn 13. gr. reglugerðarinnar og 1. mgr. orðast svo:
Greiðsla styrks og mat á framvindu verkefna.
Styrkur greiðist út til styrkþega í samræmi við samþykkta kostnaðar-, verk- og framkvæmdaáætlun, sbr. b-lið 9. gr. Fyrsta greiðsla, 30% af styrkfjárhæð, greiðist við undirritun samnings. Áður en til frekari greiðslna kemur skal styrkþegi skila inn framvinduskýrslu sem lýsir a.m.k. hálfnuðu verki. Við skil á framvinduskýrslu greiðast 30% af styrkfjárhæðinni. Lokagreiðsla, 40% af styrkfjárhæðinni, verður ekki greidd fyrr en lokaskýrslu hefur verið skilað og hún yfirfarin. Ef styrkfjárhæð er lægri en 6 m.kr. eða verktími styttri en 4 mánuðir greiðist styrkur út í tveimur greiðslum, þar af 30% við undirritun samnings. Seinni greiðslan, 70% af styrkfjárhæð, er greidd út þegar lokaskýrslu hefur verið skilað og hún yfirfarin og samþykkt.
3. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 6. gr. laga nr. 75/2011 um Framkvæmdasjóð ferðamannastaða, öðlast þegar gildi og fer úthlutun styrkja úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða haustið 2016 fram á grundvelli hennar eftir því sem við á.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 8. september 2016.
F. h. iðnaðar- og viðskiptaráðherra,
Kristján Skarphéðinsson.
Sigrún Brynja Einarsdóttir.