Prentað þann 6. apríl 2025
76/2011
Reglugerð um sameiningu St. Jósefsspítala og Landspítala.
1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á St. Jósefsspítala, Sólvangi frá og með 1. febrúar 2011:
- St. Jósefsspítali, Sólvangur skiptist í annars vegar St. Jósefsspítala og hins vegar Sólvang.
- St. Jósefsspítali sameinast Landspítala undir nafninu Landspítali.
- Sólvangur verður sjálfstæð heilbrigðisstofnun undir nafninu Sólvangur.
2. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. laga nr. 40/2007, um heilbrigðisþjónustu, með síðari breytingum, öðlast gildi 1. febrúar 2011. Frá sama tíma fellur úr gildi reglugerð nr. 608/2005, um sameiningu heilbrigðisstofnana.
Velferðarráðuneytinu, 28. janúar 2011.
Guðbjartur Hannesson.
Anna Lilja Gunnarsdóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.