Heilbrigðisráðuneyti

741/2024

Reglugerð um (8.) breytingu á reglugerð nr. 1140/2019, um ferðakostnað sjúkratryggðra og aðstandenda þeirra innanlands.

1. gr.

2. málsl. 1. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar fellur brott.

 

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað orðsins "þrjár" í 1. málsl. 1. mgr. kemur: fjórar.
  2. Orðin "að tilhlutan læknis" í 1. málsl. 1. mgr. falla brott.

 

3. gr.

Í stað orðsins "þrjár" í 4. mgr. 5. gr. reglugerðarinnar kemur: fjórar.

 

4. gr.

2. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar orðast svo: Sé um að ræða fjórar ferðir umfram 20 km á almanaks­ári samkvæmt 1. mgr. 3. gr., vegna meðferðar utan heimabyggðar þar sem þjónustan er ekki fyrir hendi, skal sjúkratryggður leggja fram kvittanir fyrir ferðakostnaði vegna komu til sjálf­stætt starfandi sérfræðings. Ef um komu á sjúkrahús eða aðrar heilbrigðisstofnanir er að ræða þarf að auki að leggja fram staðfestingu á komu.

 

5. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 1. og 2. mgr. 30. gr. laga nr. 112/2008, um sjúkra­tryggingar, tekur gildi 1. júlí 2024.

 

Heilbrigðisráðuneytinu, 10. júní 2024.

 

Willum Þór Þórsson.

Sigurður Kári Árnason.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica