3. gr. liður 3.10, sbr. reglugerð nr. 513 7. júní 2004, orðast svo:
3.10 | Verð fyrir hvern leik (röð) í Lottó 5/38 er kr. 75, Jóker kr. 200, og í Víkingalottói kr. 50. Aðeins er unnt að gerast þátttakandi hjá söluaðilum Íslenskrar getspár eða með rafrænum hætti, sbr. lið 3.1. |
5. gr. liður 5.2., sbr. reglugerð nr. 534 26. júní 2001, orðast svo:
Útdráttur í Víkingalottói fer fram á hverjum miðvikudegi í heimalandi einhvers samstarfsaðila, undir eftirliti þarlendra yfirvalda, samkvæmt reglum sem samþykktar eru af opinberum eftirlitsaðilum samstarfsaðilanna, hér á landi af dómsmálaráðuneytinu. Þegar dráttur fer fram hér á landi fer um eftirlitið í samræmi við lið 5.1. | |
Í útdrætti hverrar viku er byrjað á að draga út "Ofurtölu" kvöldsins sem er dregin úr tölunum 48 sem eru notaðar í aðalútdrætti kvöldsins. Talan er síðan sett aftur í pottinn. Aðalútdrátturinn fer síðan fram með þeim hætti að valdar eru sex aðaltölur af tölunum 1–48 og því næst valdar tvær bónustölur af þeim tölum sem þá eru eftir. |
5. gr. liður 5.5.3, sbr. reglugerð nr. 534 26. júní 2001 og nr. 153 24. febrúar 2003, orðast svo:
a) | Fyrsti vinningur er sameiginlegur hjá þátttökuaðilum, sbr. 2. grein. Greiðir hvert talnagetraunafyrirtæki 0,040 evrur af andvirði hvers selds leiks til þessa vinnings. Verðmæti hans í íslenskum krónum ákvarðast af kaupgengi evru á útdráttardegi og skiptist jafnt á milli þeirra sem hafa allar 6 tölurnar réttar. | |
b) | Vinningur fyrir "Ofurtöluna" er einnig sameiginlegur hjá þátttökuaðilum. Greiðir hvert talnagetraunafyrirtæki 0,012 evrur af andvirði hvers selds leiks til þessa vinnings. Verðmæti hans í íslenskum krónum ákvarðast af kaupgengi evru á útdráttardegi og skiptist jafnt á milli þeirra sem hafa allar 6 tölurnar réttar auk "Ofurtölunnar". Til þess að hljóta vinning fyrir "Ofurtöluna" þarf að hafa allar sex aðaltölurnar réttar auk "Ofurtölunnar", sem þarf að vera ein af aðaltölum kvöldsins. | |
c) | Til annarra vinninga renna 40% af heildarsölu hverrar leikviku hér á landi að frádreginni greiðslu Íslenskrar getspár til fyrsta vinnings sbr. a) og b) liði og skiptast í vinningsflokka í eftirgreindum hlutföllum: | |
1. | 54% skiptast jafnt á milli þeirra sem hafa 5 aðaltölur réttar og auk þess rétta eina af tveimur bónustölum. | |
2. | 9% skiptast jafnt á milli þeirra sem hafa 5 aðaltölur réttar. | |
3. | 21% skiptast jafnt á milli þeirra sem hafa 4 aðaltölur réttar. | |
4. | 16% skiptast jafnt á milli þeirra sem hafa 3 aðaltölur réttar og auk þess rétta eina af tveimur bónustölum. |
Á eftir a-lið í 5. gr. lið 5.8. kemur nýr stafliður, er verður b-liður, og færast aðrir stafliðir aftar sem því nemur, og orðast hinn nýi stafliður svo:
b) | enginn þátttakandi hafi allar 6 aðaltölur réttar né "Ofurtöluna" flyst upphæðin fyrir "Ofurtöluna" yfir á næstu viku. Hafi vinningshafi hins vegar allar sex aðaltölurnar réttar en ekki "Ofurtöluna" þá hlýtur hann fyrsta vinning sem skiptist jafnt á milli þeirra sem hafa allar aðaltölurnar réttar en vinningur fyrir "Ofurtöluna" flyst áfram til næstu viku. Verði heldur ekki neinn þátttakandi með allar aðaltölur réttar í þeirri leikviku flyst vinningsupphæðin áfram til þar næstu viku o.s.frv. |
Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt heimild í lögum um talnagetraunir nr. 26 2. maí 1986, sbr. lög nr. 126 16. desember 2003, öðlast þegar gildi.