1. gr.
29. gr. breytist þannig:
Í stað "tveimur" í 1. málslið 1. mgr. kemur: "þremur".
2. gr.
5. mgr. D-liðar III. kafla III. viðauka, sem er með fyrirsögninni ,,Flokkur D1", orðast svo: Hópbifreið í flokki D1 eða D, a.m.k. 5,0 m að lengd, með leyfða heildarþyngd á bilinu frá 5.000 til 7.500 kg og gerð fyrir a.m.k. 80 km/klst. hraða.
3. gr.
Reglugerð þessi er sett með heimild í 50., 52., 54., 57. og 60. gr. umferðarlaga nr. 50 30. mars 1987 með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.
Samgönguráðuneytinu, 25. júlí 2006.
Sturla Böðvarsson.
Ragnhildur Hjaltadóttir.