1. gr.
6. tölul. 2. gr. fellur brott.
2. gr.
3. mgr. 3. gr. orðast svo: Stjórnin kýs sér sjálf formann og ritara. Stjórnin ræður framkvæmdastjóra stofnunarinnar.
3. gr.
Á eftir 1. málsl. 4. gr. kemur nýr málsl. svohljóðandi: Stjórnin skal annast um að nægilegt eftirlit sé haft með bókhaldi og meðferð fjármuna stofnunarinnar.
4. gr.
Við 4. gr. bætist ný málsgrein, svohljóðandi: Yfirlit yfir rekstur skal lagt fram fyrir kynningarfund á vegum stofnunarinnar. Fundurinn skal haldinn á haustmisseri. Fundurinn skal auglýstur með viku fyrirvara í byggingum Háskóla Íslands. Öllum aðilum að stofnuninni er heimilt að sækja fundinn og taka þar til máls. Á fundinum skal stjórn og framkvæmdastjóri gera grein fyrir starfi stofnunarinnar.
5. gr.
Á eftir 6. gr. kemur ný grein, svohljóðandi: Framkvæmdastjóri annast daglegan rekstur stofnunarinnar og skal í þeim efnum fara eftir þeirri stefnu og fyrirmælum sem stjórnin gefur. Daglegur rekstur tekur ekki til ráðstafana sem eru óvenjulegar eða mikils háttar. Slíkar ráðstafanir getur framkvæmdastjóri aðeins gert samkvæmt sérstakri heimild frá stjórninni nema ekki sé unnt að bíða ákvörðunar hennar án verulegs óhagræðis fyrir starfsmenn stofnunarinnar. Í slíkum tilvikum skal stjórn tafarlaust tilkynnt um ráðstöfunina. Framkvæmdastjóri skal sjá um að bókhald sé fært í samræmi við lög og venjur og að meðferð eigna stofnunarinnar sé með tryggilegum hætti.
6. gr.
Reglugerð þessi er sett skv. tillögu stjórnar Félagsstofnunar stúdenta, að fenginni umsögn háskólaráðs og Stúdentaráðs Háskóla Íslands, sbr. 6. gr. laga um Félagsstofnun stúdenta við Háskóla Íslands, nr. 33/1968, með áorðnum breytingum, og öðlast þegar gildi.
Mennta- og menningarmálaráðuneytinu, 17. ágúst 2010.
Katrín Jakobsdóttir.
Ásta Magnúsdóttir.