Matvælaráðuneyti

685/2024

Reglugerð um (4.) breytingu á reglugerð nr. 477/2016 um sértækar reglur um opinbert eftirlit með tríkínu í kjöti.

1. gr.

Við 1. gr. reglugerðarinnar bætist einn nýr töluliður, 5. tölul., svohljóðandi:

  1. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/2156 frá 17. október 2023 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2015/1375 að því er varðar tilteknar skýrslu­gjafar­kröfur fyrir aðildarríki sem eru undanþegin því að prófa fyrir tríkínu í kjöti og skrokkum af alisvínum í sláturhúsum. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 44/2024, frá 15. mars 2024. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 34, frá 25. apríl 2024, bls. 425.

 

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 31. gr. a laga nr. 93/1995 um matvæli.

Reglugerð þessi öðlast þegar gildi.

 

Matvælaráðuneytinu, 17. maí 2024.

 

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir.

Emilía Madeleine Heenen.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica