Umhverfisráðuneyti

659/2002

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 586/2002 um efni sem eyða ósonlaginu. - Brottfallin

1. gr.

1. mgr. 8. gr. orðast svo:
Óheimilt er að hafa halón á slökkvikerfum í skipum eftir 31. desember 2003. Tilkynna skal Hollustuvernd ríkisins eigi síðar en 1. febrúar 2004 hvernig halóni á kerfinu hafi verið ráðstafað. Óheimilt er eftir 1. janúar 2003 að endurhlaða slökkvikerfi í skipum með halóni.


2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt 29. gr. laga nr. 52/1988, um eiturefni og hættuleg efni, með síðari breytingum, og 4. tölul. 5. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, með síðari breytingum.

Reglugerðin öðlast þegar gildi.


Umhverfisráðuneytinu, 9. september 2002.

Siv Friðleifsdóttir.
Magnús Jóhannesson.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica