1. málsl. 2. mgr. 3. gr. orðist svo:
Þegar útgerð rekur eitt eða fleiri farþegaskip til skoðunarferða, hafnsögubáta og dráttarbáta er lögskráningarstjórum heimilt að ákveða fyrirkomulag lögskráningar á annan hátt en kveðið er á um í 4. og 5. gr. laga um lögskráningu sjómanna.
Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt lögum um lögskráningu sjómanna nr. 43/1987 með síðari breytingum, staðfestist hér með til að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.