Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

634/2017

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 770/2006, um veiðar á íslenskri sumargotssíld. - Brottfallin

1. gr.

1. gr. verður svohljóðandi:

Reglugerð þessi tekur til veiða íslenskra skipa í íslenskri sumargotssíld í vörpu. Aðeins skipum sem hafa aflamark í íslenskri sumargotssíld er heimilt að stunda veiðar á íslenskri sumargotssíld með vörpu.

2. gr.

Í stað orðanna "sem leyfi hafa til síldveiða" í 2. mgr. 6. gr. kemur: sem hefur aflamark í íslenskri sumargotssíld.

3. gr.

7. gr. fellur brott.

4. gr.

Orðin "og ákvæðum leyfisbréfa gefnum út samkvæmt henni" í 8. gr. falla brott.

5. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt lögum nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, ásamt síðari breytingum. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 29. júní 2017.

F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Jóhann Guðmundsson.

Erna Jónsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica