Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

631/2010

Reglugerð um (4.) breytingu á reglugerð nr. 503/2005 um merkingu matvæla. - Brottfallin

1. gr.

Eftirfarandi breyting verður á 13. gr.:

Í stað orðanna "lista 1" kemur orðið: lista.

2. gr.

Eftirfarandi breyting verður á 21. gr.:

Í stað orðsins "Umhverfisstofnun" í 21. gr. og sama orðs hvarvetna annars staðar í reglugerðinni kemur, í viðeigandi beygingarfalli, orðið: Matvælastofnun.

3. gr.

Viðauki þessarar reglugerðar kemur í stað 4. viðauka reglugerðar nr. 503/2005.

4. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 31. gr. a laga nr. 93/1995 um matvæli, með síðari breytingum. Reglugerðin öðlast þegar gildi. Höfð er hliðsjón af tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2007/68/EB og reglugerð framkvæmdastjórnarinnar nr. 415/2009.

Bráðabirgðaákvæði.

Ákvæði þessarar reglugerðar taka ekki til birgða af matvælum sem hafa verið settar á markað eða merktar fyrir gildistöku hennar. Sama gildir um birgðir af léttvíni sem settar hafa verið á markað eða merktar fyrir 31. desember 2010.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 15. júlí 2010.

Jón Bjarnason.

Baldur P. Erlingsson.

VIÐAUKI
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica