Eftirfarandi stafliðir í 1. mgr. 2. gr. orðist svo:
b) | háhraðafarþegafar er háhraðafar eins og það er skilgreint í 1. reglu X. kafla alþjóðasamþykktarinnar um öryggi mannslífa á hafinu frá 1974 (SOLAS-samþykktin), samkvæmt nýjustu útgáfu hennar, sem getur flutt fleiri en tólf farþega; |
d) | SOLAS-samþykktin frá 1974 er alþjóðasamþykkt um öryggi mannslífa á hafinu frá 1974 ásamt tilheyrandi bókunum og breytingum samkvæmt nýjustu útgáfu hennar; |
e) | kóði um háhraðaför eru "alþjóðlegur kóði um öryggi háhraðafara" sem er að finna í ályktun siglingaöryggisnefndar Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar MSC 36 (63) frá 20. maí 1994, samkvæmt nýjustu útgáfu hennar; |
o) | fyrirtæki er fyrirtæki sem gerir út eina eða fleiri ekjuferjur sem samræmingarskjal hefur verið gefið út fyrir í samræmi við 2. tölul. 5. gr. í reglugerð ráðsins nr. 3051/95/EB frá 8. desember 1995 um öryggisstjórnun á ekjufarþegaferjum eða fyrirtæki sem gerir út háhraðafarþegaför sem samræmingarskjal hefur verið gefið út fyrir í samræmi við reglu IX/4 í SOLAS-samþykktinni frá 1974, samkvæmt nýjustu útgáfu hennar; |
7. töluliður I. viðauka verður svohljóðandi:
7. | fyrir hendi sé uppfærð sjóferðaáætlun fyrir brottför ekjuferjunnar eða háhraðafarsins í ferð sína. Við undirbúning sjóferðaáætlunarinnar skal taka fullt tillit til viðmiðunarreglna sem settar eru fram í ályktun þings Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar A.893(21) um viðmiðunarreglur um gerð sjóferðaáætlana. |
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í lögum um eftirlit með skipum, nr. 47/2003, öðlast þegar gildi.
Með reglugerð þessari er innleidd breyting á tilskipun ráðsins 1999/35/EB frá 29. apríl 1999 um kerfi lögboðinna skoðana til að stuðla að öruggum rekstri efjuferja og háhraðafarþegafara í áætlunarferðum skv. 9. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2002/84 frá 5. nóvember 2002 sbr. ákvörðun EES-nefndarinnar um breytingu á XIII. viðauka við EES samninginn nr. 178/2003, sem birtist í EES-viðbæti nr. 15 þann 25. mars 2004, bls. 16.