um að koma á fót nefnd um öryggi á höfunum og varnir gegn mengun frá skipum (COSS) og um breytingu á reglugerðum um siglingaöryggi og varnir gegn mengun frá skipum, sem vísað er til í 56n í XIII. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 53/2003 frá 16. maí 2003 um breytingu á XIII. viðauka (Flutningastarfsemi) við EES-samninginn, skulu öðlast gildi hér á landi með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af XIII. viðauka samningsins, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum hans.
Reglugerðin og ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 53/2003, sbr. 1. gr., sem birt hefur verið í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB nr. 39, dags. 31. júlí 2003 (bls. 19), eru birtar sem fylgiskjalmeð reglugerð þessari.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt 4. mgr. 1. gr. laga um eftirlit með skipum, nr. 47/2003, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.