Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

588/2000

Reglugerð um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um almannatryggingar - Brottfallin

1. gr.
Reglugerð ráðsins (EB) nr. 1290/97 frá 27. júní 1997 um breytingu á reglugerð (EBE) nr. 1408/71 um beitingu almannatryggingareglna gagnvart launþegum, sjálfstætt starfandi einstaklingum og aðstandendum þeirra sem flytjast milli aðildarríkja og reglugerð (EBE) nr. 574/72 sem kveður á um framkvæmd reglugerðar (EBE) nr. 1408/71, skal gilda á Íslandi, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 67/98 frá 4. júlí 1998 um breytingu á VI. viðauka (Félagslegt öryggi) við EES-samninginn. Reglugerðin skal gilda á Íslandi með þeirri aðlögun sem fram kemur í ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar.

Reglugerðin, sbr. 1. mgr., fjallar að hluta til um atvinnuleysistryggingar, greiðslur í fæðingarorlofi, barnabætur og réttindi úr lífeyrissjóðum. Reglugerð félagsmálaráðuneytisins um gildistöku þess hluta sem fjallar um atvinnuleysistryggingar og greiðslur í fæðingarorlofi samkvæmt lögum um fæðingar- og foreldraorlof kveður á um gildistöku í þeim tilvikum. Einnig kveður reglugerð fjármálaráðuneytisins um gildistöku þess hluta sem fjallar um barnabætur og réttindi úr lífeyrissjóðum um gildistöku í þeim tilvikum.


2. gr.
Reglugerð ráðsins (EB) nr. 1290/97 og ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 67/98, sbr. 1. gr., sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB, nr. 21, bls. 255-272, er birt sem fylgiskjal með reglugerð þessari.


3. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 66. gr. laga nr. 117/1993 um almannatryggingar, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.


Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, 14. júní 2000.

Ingibjörg Pálmadóttir.
Davíð Á. Gunnarsson.



Fylgiskjal.

 

Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar 99/EES/21/02

nr. 67/98

frá 4. júlí 1998

 

um breytingu á VI. viðauka (Félagslegt öryggi)

við EES-samninginn

 

SAMEIGINLEGA EES-NEFNDIN HEFUR,

 

með hliðsjón af samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, eins og hann var aðlagaður með bókun um breytingu á samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, er nefnist hér á eftir samningurinn, einkum 98. gr.,

 

og að teknu tilliti til eftirfarandi:

 

VI. viðauka við samninginn var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 24/98 frá 27. mars 1998(1). 

 

Reglugerð ráðsins (EB) nr. 1290/97 frá 27. júní 1997 um breytingu á reglugerð (EBE) nr. 1408/71 um beitingu almannatryggingareglna gagnvart launþegum, sjálfstætt starfandi einstaklingum  og aðstandendum þeirra sem flytjast milli aðildarríkja og reglugerð (EBE) nr. 574/72 sem kveður á um framkvæmd reglugerðar (EBE) nr. 1408/71(2), skal felld inn í samninginn.

 

Ýmsa aðlögunarliði við reglugerð ráðsins (EB) nr. 574/72 ber að endurskoða og leiðrétta.

 

ÁKVEÐIÐ EFTIRFARANDI:

 

 

1. gr.

 

Í 1. lið (reglugerð ráðsins (EBE) nr. 1408/71) í VI. viðauka við samninginn bætist eftirfarandi við á undan aðlögunarliðunum:

 

,,og síðar breytt með: 

 

 -    397 R 1290: Reglugerð ráðsins (EB) nr. 1290/97 frá 27. júní 1997 (Stjtíð. EB L 176, 4.7.1997, bls. 1).“.

 

2. gr.

 

2. lið (reglugerð ráðsins (EBE) nr. 574/72) í VI. viðauka við samninginn skal breytt sem hér segir:

 

1.   Eftirfarandi bætist við á undan aðlögunarliðunum:

 

,,          og síðar breytt með: 

 

-     397 R 1290: Reglugerð ráðsins (EB) nr. 1290/97 frá 27. júní 1997 (Stjtíð. EB L 176, 4.7.1997, bls. 1).“.

 

2.   Eftirfarandi komi í stað textans í aðlögunarlið g) undir fyrirsögninni ,,153. NOREGUR-BRESKA KONUNGSRÍKIГ:

 

_    Bréfaskipti frá 20. mars 1997 og 3. apríl 1997 varðandi 3. mgr. 36. gr. og 3. mgr. 63. gr. reglugerðarinnar (endurgreiðsla eða niðurfelling endurreiðslna vegna aðstoðar) og 105. gr. framkvæmdareglugerðarinnar (niðurfelling endurgreiðslna vegna kostnaðar við eftirlit og læknisskoðanir).“.

 

3.   Eftirfarandi komi í stað textans í aðlögunarlið m) undir fyrirsögninni ,,P.  ÍSLAND“:

 

,,1.  Við beitingu á d-lið 2. mgr. 13. gr., a-lið 1. mgr. 14. gr., b-lið 2. mgr. 14.  gr., a-lið 1. mgr. 14. gr. a, 2. mgr. 14. gr. a, 4. mgr. 14. gr. a, 1. mgr. 14. gr. b, 2. mgr. 14. gr. b, 4. mgr. 14. gr. b og a-lið 14. gr. c í reglugerðinni og 11. gr., 11. gr. a, a-lið 2. mgr. 12. gr. a, c-lið 5. mgr. 12. gr. a og a-lið 7. mgr. 12. gr. a í framkvæmdareglugerðinni:

 

      Alþjóðadeild Tryggingastofnunar ríkisins, Reykjavík.

 

2.   Við beitingu 17. gr. reglugerðarinnar:

 

      Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, Reykjavík.

 

3.   Við beitingu 1., 2., 3., 4., 5. og 8. kafla í III. bálki reglugerðarinnar og ákvæða sem tengjast þessum ákvæðum í framkvæmdareglugerðinni:

 

      Tryggingastofnun ríkisins, Reykjavík.

 

4.   Við beitingu 6. kafla í III. bálki reglugerðarinnar og ákvæða sem tengjast þessum ákvæðum í framkvæmdareglugerðinni:

 

      Atvinnuleysistryggingasjóður, Vinnumálaskrifstofan, Reykjavík.

 

5.   Við beitingu 7. kafla í III. bálki reglugerðarinnar og ákvæða sem tengjast þessum ákvæðum í framkvæmdareglugerðinni:

 

      Ríkisskattstjóri, Reykjavík.“

 

 

 

3. gr.

 

Fullgiltur texti reglugerðar ráðsins (EB) nr. 1290/97 á íslensku og norsku fylgir sem viðauki við útgáfu þessarar ákvörðunar á hvoru máli fyrir sig.

 

4. gr.

 

Ákvörðun þessi öðlast gildi hinn 5. júlí 1998, að því tilskildu að allar tilkynningar samkvæmt 1. mgr. 103. gr. samningsins hafi verið sendar sameiginlegu EES-nefndinni. 

 

 

5. gr.

 

Ákvörðun þessi skal birt í EES-deild og EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópubandalagsins.

 

 

(1Stjtíð. EB L 310, 19.11.1998, bls. 4 og EES-viðbætir við Stjtíð. EB nr. 18, 19.11.1998, bls. 152.

(2) Stjtíð. EB L 176, 4.7.1997, bls. 1.

 

 

Gjört í Brussel 4. júlí 1998.

 

 

Fyrir hönd sameiginlegu EES-nefndarinnar

Formaður

 

 

F. Barbaso

 

 

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica