Markmið reglugerðar þessarar er að vernda ósonlagið í heiðhvolfinu með því að tryggja örugga meðhöndlun efna sem eyða ósonlaginu, minnka losun þeirra og hætta notkun.
Reglugerðin gildir um klórflúrkolefni (CFC), halóna, koltetraklóríð, 1,1,1-tríklóretan, metýlbrómíð, vetnisbrómflúrkolefni (HBFC), vetnisklórflúrkolefni (HCFC) og brómklórmetan, sbr. I. viðauka. Reglugerðin gildir um hrein efni, efni í blöndu með öðrum efnum enda sé þyngdarhlutfall þeirra hærra en 1% í blöndunni svo og vörur sem innihalda ósoneyðandi efni.
Í reglugerð þessari er merking eftirfarandi hugtaka sem hér segir.
Bráðanotkun: óhjákvæmileg notkun vissra ósoneyðandi efna eftir að almenn notkun þeirra hefur verið bönnuð.
Endurheimt: söfnun og geymsla efna til dæmis úr tækjum og búnaði í tengslum við þjónustu eða fyrir förgun.
Endurnýting: endurnotkun endurheimts efnis í kjölfar grunnhreinsunar, til að mynda síunar og þurrkunar. Þegar um kælimiðla er að ræða felur endurnýtingin venjulega í sér að umrætt efni er sett í búnaðinn aftur.
Endurvinnsla: meðhöndlun og endurbætur á endurheimtu efni með hreinsun svo sem síun, þurrkun, eimingu og efnameðhöndlun í því skyni að endurgera efnið.
Markaðssetning: að afgreiða eða bjóða fram efni eða vörur til þriðja aðila, gegn greiðslu eða án endurgjalds.
Notkun: nýting efna sem reglugerðin nær til við framleiðslu einangrunar eða við viðhald búnaðar, þar með talin áfylling.
ODP-tonn: magn í tonnum margfaldað með ósoneyðingarmætti efnisins.
Ósoneyðandi efni: efni sem eyða ósonlaginu, sbr. I. viðauka.
Ósoneyðingarmáttur (ODP): hlutfallsleg geta efnanna til að brjóta niður óson í heiðhvolfinu miðað við tríklórflúormetan (CFC-11).
Söluaðili: aðili sem selur í atvinnuskyni, með eða án tækniþjónustu, efni eða vöru sem reglugerðin nær til.
Framleiðsla, inn- og útflutningur, markaðssetning og notkun á efnum sem tilgreind eru í I. viðauka og vörum sem innihalda viðkomandi efni er bönnuð, sbr. þó ákvæði 5. til 8., 10. og 11. gr.
Óheimilt er að flytja inn eða setja upp búnað sem notar ósoneyðandi efni. Við meiri háttar breytingar og viðgerðir á kælikerfum fyrir HCFC-22 skal skipta yfir í kælimiðil sem hefur engin ósoneyðandi áhrif, sbr. reglugerð um kæli- og varmadælukerfi með ósoneyðandi kælimiðlum.
Heimilt er til 1. janúar 2003 að flytja inn harðfroðueinangrun sem inniheldur HCFC, svo og HCFC til framleiðslu á slíkri einangrun, sbr. þó 12. gr. Óheimilt er að selja harðfroðueinangrun með HCFC eftir 1. janúar 2005.
Heimilt er til 1. janúar 2010 að flytja inn og nota HCFC í kæli- og varmadælukerfi, sem sett voru upp eða flutt til landsins fyrir 1. janúar 1996, sbr. þó 12. gr.
Árlegur heildarinnflutningur HCFC í ODP tonnum til landsins sætir takmörkunum, sbr. II. viðauka. Magnið sem heimilt er að flytja inn gildir á gefnu 12 mánaða tímabili.
Innflutningur HCFC skv. 1. og 2. mgr. er háður leyfi Hollustuverndar ríkisins. Fyrirtæki sem óska eftir leyfi til að flytja inn HCFC skulu senda inn umsóknir til Hollustuverndar ríkisins fyrir 10. desember ár hvert vegna innflutnings á næsta ári. Við veitingu innflutningsheimilda til fyrirtækja skal taka mið af markaðshlutdeild þeirra undanfarin 5 ár. Óheimilt er að tollafgreiða efni og vörur skv. 1. og 2. mgr. nema fyrir liggi heimild Hollustuverndar ríkisins hverju sinni.
Heimilt að flytja út HCFC sbr. þó 12. gr.
Bann samkvæmt 4. gr. nær ekki til notkunar á endurheimtu, endurnýttu og endurunnu halóni til bráðanotkunar, né til notkunar á slökkvikerfi skipa til 31. desember 2002.
Bann samkvæmt 4. gr. nær ekki til endurheimtra og endurunninna HCFC til 1. janúar 2015.
Við innflutning á endurheimtu eða endurunnu HCFC skal innflytjandi áður en til innflutnings kemur upplýsa Hollustuvernd ríkisins um það hvar efnið er endurunnið og framvísa vottorði sem sýnir að efnið uppfylli gæðastaðla sem Hollustuvernd ríkisins samþykkir.
Óheimilt er að flytja inn og markaðssetja endurheimt og endurunnið efni í einnota umbúðum. Umbúðir skulu þannig merktar að ekki leiki vafi á að um endurheimt eða endurunnið efni sé að ræða.
Notkun halón 1301 er heimil í slökkvikerfum loftfara og til að verja mannað rými og vélarrými í flutningaskipum sem flytja eldfima vökva og/eða lofttegundir.
Notkun halón 1211 er heimil í slökkvitækjum í loftförum og fyrir slökkvilið við frumslökkvistarf ef það skiptir sköpum varðandi öryggi manna.
Heimilt er að nota halónslökkvikerfi í skipum til 31. desember 2002. Lokið skal við að taka halónslökkvikerfin niður eigi síðar en 31. desember 2003. Tilkynna skal Hollustuvernd ríkisins að kerfi hafi verið tekið niður og hvernig halóninu verði ráðstafað, sbr. 4. mgr.
Bannað er að endurhlaða handslökkvitæki með halón 1211, sbr. þó 7. gr. Öll slík handslökkvitæki skulu vera komin úr umferð eigi síðar en 31. desember 2003.
Eigi sér stað losun halóns, hvort sem er vegna elds eða óhapps, skal tilkynna það innan tveggja vikna til Hollustuverndar ríkisins.
Heimilt er að flytja út halón til bráðanotkunar, sbr. þó 12. gr. Samþykki Hollustuverndar ríkisins þarf fyrir fyrirhugaðri endurnotkun halóns eða flutningi þess úr landi.
Inn- og útflytjendur, söluaðilar og notendur efna sem reglugerðin nær til bera ábyrgð á því að ákvæði reglugerðarinnar séu uppfyllt. Hver sá sem hefur með höndum efni sem tilgreind eru í I. viðauka eða tæki eða búnað sem inniheldur slík efni, skal viðhafa allar nauðsynlegar ráðstafanir til að koma í veg fyrir losun þeirra út í umhverfið.
Losun á CFC, HCFC og halónum út í umhverfið, t.d. við viðhald, aftengingar, lekaprófanir eða brunaæfingar, er óheimil.
Þeir sem starfa við að þjónusta búnað með ósoneyðandi efnum skulu hafa nægilega þekkingu á meðferð og eðli ósoneyðandi efna og viðurkenndan tækjabúnað til að endurheimta og varðveita efnin. Hollustuvernd ríkisins heldur námskeið fyrir viðkomandi starfsmenn um meðhöndlun ósoneyðandi efna.
Við viðhald og aftengingu slökkvikerfa, varmadælna, og kælikerfa, þar með talinna heimilisísskápa skal endurheimta ósoneyðandi efni á þeim. Safna skal efnunum saman með þar til gerðum viðurkenndum tækjabúnaði og koma þeim til endurvinnslu, endurnýtingar eða eyðingar. Söfnun kælimiðla skal fara fram við þau varmaskilyrði og með þeim tækjum sem tryggja að tæming kælikerfis verði fullnægjandi. Að öðru leyti vísast til reglugerðar um kæli- og varmadælukerfi með ósoneyðandi kælimiðlum.
Árlega skal yfirfara kælikerfi með HCFC með kælimiðilsfyllingu yfir 3 kg. Meta skal árlegan leka kerfisins og ef lekinn er meiri en 25% af heildarfyllingu á ársgrundvelli skal tilkynna eftirlitsaðila um ástæður leka og aðgerðir til að bæta úr ástandi kerfisins.
Innflytjendur, útflytjendur og söluaðilar skulu halda skrá yfir allan innflutning, útflutning og sölu HCFC svo og vörur og búnað sem reglugerðin nær til. Upplýsingarnar skal senda til Hollustuverndar ríkisins fyrir 31. mars ár hvert fyrir árið á undan.
Efni sem tilgreind eru í I. viðauka skal endurheimta og þeim eytt með tækni sem Hollustuvernd ríkisins samþykkir eða þau endurunnin eða endurnýtt í tengslum við þjónustu eða viðhald búnaðarins. Þetta á einnig við um búnað sem inniheldur ósoneyðandi efni áður en hann er tekinn í sundur eða honum fargað.
Við förgun skal meðhöndla ósoneyðandi efni sem spilliefni skv. reglugerð um spilliefni.
Heilmilt er að flytja ósoneyðandi efni út til förgunar eða endurvinnslu, sbr. þó 12. gr. Um útflutninginn fer skv. reglugerð um flutning spilliefna milli landa.
Þegar sérstakar ástæður mæla með getur umhverfisráðherra að fenginni skriflegri umsókn veitt tímabundnar undanþágur frá ákvæði 4. gr. að fenginni umsögn Hollustuverndar ríkisins. Stofnunin skal leita umsagnar Lyfjanefndar þegar um lyf er að ræða.
Í umsóknum um undanþágur sbr. 1. mgr. skal gerð grein fyrir fyrirhugaðri notkun og einnig hvers vegna ekki er mögulegt að nota önnur efni sem eru minna skaðleg fyrir umhverfið. Leggja skal jafnframt fram áætlun um fyrirbyggjandi aðgerðir til að draga úr mögulegri losun efnanna.
Óheimilt er að flytja inn HCFC eða vörur sem innihalda HCFC frá ríkjum sem ekki eru aðilar að Montrealbókuninni frá 1987 um efni sem valda rýrnun ósonlagsins.
Óheimilt er að flytja út efni sem tilgreind eru í I. viðauka til ríkja sem ekki eru aðilar að Montrealbókuninni frá 1987 um efni sem valda rýrnun ósonlagsins.
Undanþegin ákvæði 2. mgr. eru HCFC til 31. desember 2003.
Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga, undir yfirumsjón Hollustuverndar ríkisins, hefur eftirlit með framkvæmd reglugerðar þessarar. Eftirlit um borð í skipum er í höndum Siglingastofnunar Íslands og um borð í loftförum í höndum Flugmálastjórnar.
Með mál sem kunna að rísa út af brotum á reglugerð þessari fer að hætti opinberra mála.
Brot gegn reglugerðinni varða refsingu samkvæmt 26. gr. laga nr. 52/1988, um eiturefni og hættuleg efni, ásamt síðari breytingum.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í ákvæði 29. gr. laga nr. 52/1988, um eiturefni og hættuleg efni ásamt síðari breytingum og 4. tl. 5. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, ásamt síðari breytingum. Ennfremur að höfðu samráði við samgöngumálaráðuneytið hvað varðar þátt Siglingastofnunar Íslands og Flugmálastjórnar.
Einnig var höfð hliðsjón af reglugerð ráðsins (EB) nr. 2037/2000 eins og henni var breytt með reglugerðum ráðsins (EB) nr. 2038/2000 og 2039/2000.
Reglugerð þessi öðlast gildi við birtingu. Frá sama tíma fellur úr gildi reglugerð nr. 656/1997 um varnir gegn mengun af völdum ósoneyðandi efna og reglugerð nr. 187/1999 um halónslökkvikerfi ásamt síðari breytingum.
Efni |
ODP
|
|||
Klórflúorkolefni | CFCl3 | (CFC-11) |
1.0
|
|
CF2Cl2 | (CFC-12) |
1.0
|
||
C2F3Cl3 | (CFC-113) |
0.8
|
||
C2F4Cl2 | (CFC-114) |
1.0
|
||
C2F5Cl | (CFC-115) |
0.6
|
||
CF3Cl | (CFC-13) |
1.0
|
||
C2FCl5 | (CFC-111) |
1.0
|
||
C2F2Cl4 | (CFC-112) |
1.0
|
||
C3FCl7 | (CFC-211) |
1.0
|
||
C3F2Cl6 | (CFC-212) |
1.0
|
||
C3F3Cl5 | (CFC-213) |
1.0
|
||
C3F4Cl4 | (CFC-214) |
1.0
|
||
C3F5Cl3 | (CFC-215) |
1.0
|
||
C3F6Cl2 | (CFC-216) |
1.0
|
||
C3F7Cl | (CFC-217) |
1.0
|
||
Halónar | CF2BrCl | (halón-1211) |
3.0
|
|
CF3Br | (halón-1301) |
10.0
|
||
C2F4Br2 | (halón-2402) |
6.0
|
||
Koltetraklóríð | CCl4 |
1.1
|
||
1,1,1-tríklóretan | CCl3CH3 |
0.1
|
||
Metýlbrómíð | CH3Br |
0.6
|
||
Brómklórmetan | CH2BrCl |
1
|
0.12
|
|
Vetnisklórflúor- | CHFCl2 | (HCFC-21) |
fjöldi myndbrigða 1
|
0.04
|
kolefni | CHF2Cl | (HCFC-22) |
1
|
0.055
|
CH2FCl | (HCFC-31) |
1
|
0.02
|
|
C2HFCl4 | (HCFC-121) |
2
|
0.01-0.04
|
|
C2HF2Cl3 | (HCFC-122) |
3
|
0.02-0.08
|
|
C2HF3Cl2 | (HCFC-123) |
3
|
0.02-0.06
|
|
CHCl2CF3 | (HCFC-123) |
-
|
0.02
|
|
C2HF4Cl | (HCFC-124) |
2
|
0.02-0.04
|
|
CHFClCF3 | (HCFC-124) |
-
|
0.022
|
|
C2H2FCl3 | (HCFC-131) |
3
|
0.007-0.05
|
|
C2H2F2Cl2 | (HCFC-132) |
4
|
0.008-0.05
|
|
C2H2F3Cl | (HCFC-133) |
3
|
0.02-0.06
|
|
C2H3FCl2 | (HCFC-141) |
3
|
0.005-0.07
|
|
CH3CFCl2 | (HCFC-141b) |
-
|
0.11
|
|
C2H3F2Cl | (HCFC-142) |
3
|
0.008-0.07
|
|
CH3CF2Cl | (HCFC-142b) |
-
|
0.065
|
|
C2H4FCl | (HCFC-151) |
2
|
0.003-0.005
|
|
C3HFCl6 | (HCFC-221) |
5
|
0.015-0.07
|
|
C3HF2Cl5 | (HCFC-222) |
9
|
0.01-0.09
|
|
C3HF3Cl4 | (HCFC-223) |
12
|
0.01-0.08
|
|
C3HF4Cl3 | (HCFC-224) |
12
|
0.01-0.09
|
|
C3HF5Cl2 | (HCFC-225) |
9
|
0.02-0.07
|
|
CF3ClCF2CHCl2 | (HCFC-225ca) |
-
|
0.025
|
|
CF2ClCF2CHClF | (HCFC-225cb) |
-
|
0.033
|
|
C3HF6Cl | (HCFC-226) |
5
|
0.02-0.10
|
|
C3H2FCl5 | (HCFC-231) |
9
|
0.05-0.09
|
|
C3H2F2Cl4 | (HCFC-232) |
16
|
0.008-0.10
|
|
C3H2F3Cl3 | (HCFC-233) |
18
|
0.007-0.23
|
|
C3H2F4Cl2 | (HCFC-234) |
16
|
0.01-0.28
|
|
C3H2F5Cl | (HCFC-235) |
9
|
0.03-0.52
|
|
C3H3FCl4 | (HCFC-241) |
12
|
0.004-0.09
|
|
C3H3F2Cl3 | (HCFC-242) |
18
|
0.005-0.13
|
|
C3H3F3Cl2 | (HCFC-243) |
18
|
0.007-0.12
|
|
C3H3F4Cl | (HCFC-244) |
12
|
0.009-0.14
|
|
C3H4FCl3 | (HCFC-251) |
12
|
0.001-0.01
|
|
C3H4F2Cl2 | (HCFC-252) |
16
|
0.005-0.04
|
|
C3H4F3Cl | (HCFC-253) |
12
|
0.003-0.03
|
|
C3H5FCl2 | (HCFC-261) |
9
|
0.002-0.02
|
|
C3H5F2Cl | (HCFC-262) |
9
|
0.002-0.02
|
|
C3H6FCl | (HCFC-271) |
5
|
0.001-0.03
|
|
Vetnisbróm- | CHFBr2 1 |
1.00
|
||
flúorkolefni | CHF2Br | (HBFC-22B1) |
1
|
0.74
|
CH2FBr |
1
|
0.73
|
||
C2HFBr4 |
2
|
0.3-0.8
|
||
C2HF2Br3 |
3
|
0.5-1.8
|
||
C2HF3Br2 |
3
|
0.4-1.6
|
||
C2HF4Br |
2
|
0.7-1.2
|
||
C2H2FBr3 |
3
|
0.1-1.1
|
||
C2H2F2Br2 |
4
|
0.2-1.5
|
||
C2H2F3Br |
3
|
0.7-1.6
|
||
C2H3FBr2 |
3
|
0.1-1.7
|
||
C2H3F2Br |
3
|
0.2-1.1
|
||
C2H4FBr |
2
|
0.07-0.1
|
||
C3HFBr6 |
5
|
0.3-1.5
|
||
C3HF2Br5 |
9
|
0.2-1.9
|
||
C3HF3Br4 |
12
|
0.3-1.8
|
||
C3HF4Br3 |
12
|
0.5-2.2
|
||
C3HF5Br2 |
9
|
0.9-2.0
|
||
C3HF6Br |
5
|
0.7-3.3
|
||
C3H2FBr5 |
9
|
0.1-1.9
|
||
C3H2F2Br4 |
16
|
0.2-2.1
|
||
C3H2F3Br3 |
18
|
0.2-5.6
|
||
C3H2F4Br2 |
16
|
0.3-7.5
|
||
C3H2F5Br |
8
|
0.9-1.4
|
||
C3H3FBr4 |
12
|
0.08-1.9
|
||
C3H3F2Br3 |
18
|
0.1-3.1
|
||
C3H3F3Br2 |
18
|
0.1-2.5
|
||
C3H3F4Br |
12
|
0.3-4.4
|
||
C3H4FBr3 |
12
|
0.03-0.3
|
||
C3H4F2Br2 |
16
|
0.1-1.0
|
||
C3H4F3Br |
12
|
0.07-0.8
|
||
C3H5FBr2 |
9
|
0.04-0.4
|
||
C3H5F2Br |
9
|
0.07-0.8
|
||
C3H6FBr |
5
|
0.02-0.7
|
Tímabil |
ODP tonn
|
1. jan 2002 - 31. des 2002 |
8,4
|
1. jan 2003 - 31. des 2003 |
3,4
|
1. jan 2004 - 31. des 2004 |
2,3
|
1. jan 2005 - 31. des 2005 |
2,3
|
1. jan 2006 - 31. des 2006 |
2,3
|
1. jan 2007 - 31. des 2007 |
2,3
|
1. jan 2008 - 31. des 2008 |
1,9
|
1. jan 2009 - 31. des 2009 |
1,9
|
1. jan 2010 - 31. des 2010 |
0
|
Tollflokkur | ||
Tríklórflúormetan | 2903.4100 | CFC-11 |
Díklórdíflúormetan | 2903.4200 | CFC-12 |
Tríklórtríflúoretan | 2903.4300 | CFC-113 |
Díklórtetraflúoretan og klórpentaflúoretan | 2903.4400 | CFC-114, C-115 |
Klórtríflúormetan | 2903.4510 | CFC-13 |
Pentaklórflúoretan | 2903.4520 | CFC-111 |
Tetraklórdíflúoretan | 2903.4530 | CFC-112 |
Heptaklórflúorprópan | 2903.4540 | CFC-211 |
Hexaklórdíflúorprópan | 2903.4550 | CFC-212 |
Pentaklórtríflúorprópan | 2903.4560 | CFC- 213 |
Tetraklórtetraflúorprópan | 2903.4570 | CFC- 214 |
Tríklórpentaflúorprópan | 2903.4580 | CFC- 215 |
Díklórhexaflúorprópan | 2903.4591 | CFC- 216 |
Klórheptaflúorprópan | 2903.4599 | CFC- 217 |
Brómklórdíflúormetan, brómtríflúormetan og díbrómtetraflúoretan Aðrar perhalógen afleiður |
2903.4600 2903.4700 |
Halón 1211, halón 1301, halón 2402 Önnur halón |
Koltetraklóríð | 2903.1400 | CCl4 |
1,1,1-tríklóretan | 2903.1901 | CCl3CH3 |
Metýlbrómíð | 2903.3090 | CH3Br |
Brómklórmetan | 2903.4910 | CH2ClBr |
Klórdíflúormetan Annað |
2903.4920 2903.4990 |
HCFC-22 R-141b og önnur HCFC og HBFC |
Blöndur raðtengdra kolvatnsefna einungis með flúor eða klór |
3824.7100 | Blöndur með CFC |
Aðrar blöndur raðtengdra kolvatnsefna með halógenum |
3824.7900 | Blöndur með halónum |
Kælimiðlablöndur sem innihalda klórtetraflúoretan, klórflúoretan og klórdíflúormetan |
3824.9005 | Blöndur með HCFC- 124, HCFC-151 og HCFC-22 |