Menntamálaráðuneyti

580/1997

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 331/1997 um námsorlof framhaldsskólakennara. - Brottfallin

1. gr.

5. gr. orðist svo:

Þriggja manna nefnd sem menntamálaráðherra skipar veitir menntamálaráðherra umsögn um umsóknir og gerir rökstuddar tillögur um úthlutun námsorlofs og styrkja skv. 2. og 4. gr. Nefndin skal m.a. taka tillit til eftirfarandi:

 a)            Hvers konar nám umsækjandi hyggst stunda og hvernig það muni nýtast viðkomandi stofnun eða skólakerfinu í heild. Orlof skal fyrst og fremst veitt til náms sem tengist starfssviði umsækjanda.

 b.            Starfsaldurs umsækjanda.

Við veitingu námsorlofs skal taka tillit til eðlilegrar dreifingar milli skólastofnana, námsgreina, skólasvæða og kynja.

Nefndin skal þannig skipuð: Einn skal skipaður af menntamálaráðherra án tilnefningar og skal hann vera formaður nefndarinnar, einn skal skipaður samkvæmt tilnefningu Hins íslenska kennarafélags og einn samkvæmt tilnefningu Kennarasambands Íslands. Varamenn skulu skipaðir með sama hætti. Skipunartímabil nefndarinnar er fjögur ár.

2. gr.

Reglugerð þessi öðlast þegar gildi.

Menntamálaráðuneytinu, 7. október 1997.

Björn Bjarnason.

Guðríður Sigurðardóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica