um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 2099/2002 um að koma á fót nefnd um öryggi á höfunum og varnir gegn mengun frá skipum (COSS) og um breytingu á reglugerðum um siglingaöryggi og varnir gegn mengun frá skipum, sem vísað er til í 56n í XIII. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 108/2004 frá 9. júlí 2004 um breytingu á XIII. viðauka (Flutningastarfsemi) við EES-samninginn, skal öðlast gildi hér á landi með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af XIII. viðauka samningsins, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum hans.
Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 108/2004, sbr. 1. gr., hefur verið birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB nr. 65, dags. 23. desember 2004 (bls. 28). Reglugerð framkvæmdarstjórnarinnar nr. 415/2004 er birt sem fylgiskjalmeð reglugerð þessari og verður hluti af henni.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt 4. mgr. 1. gr. laga um eftirlit með skipum, nr. 47/2003, öðlast þegar gildi.