1. gr.
Eftirfarandi ákvæði falla brott: 9. mgr. 11. gr., 5. mgr. 13. gr., 5. mgr. 14. gr. og 3. og 4. mgr. 15. gr.
2. gr.
Við 5. gr. bætist eftirfarandi málsgrein:
Sýnatökur vegna kampýlóbakter skulu framkvæmdar af framleiðendum sem skulu jafnframt bera allan kostnað við sýnatöku og rannsókn sýnanna. Að öðru leyti fer um sýnatökur þessar skv. fyrirmælum Matvælastofnunar.
3. gr.
Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum nr. 96/1997 um slátrun og sláturafurðir, með síðari breytingum, lögum nr. 93/1995 um matvæli, með síðari breytingum, lögum nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, með síðari breytingum og lögum um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr, með síðari breytingum. Reglugerðin tekur gildi við birtingu.
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 28. júní 2012.
F. h. r.
Sigurgeir Þorgeirsson.
Baldur P. Erlingsson.