Núverandi 1. gr. í V. hluta reglugerðarinnar fellur niður og í staðinn kemur ný svohljóðandi grein:
1. Undanþágur.
Flugmálastjórn Íslands getur heimilað að vikið sé frá ákvæðum reglugerðar þessarar þegar sérstökum ástæðum er til að dreifa og flugöryggi er ekki stefnt í hættu, enda sé reglna Flugöryggissamtaka Evrópu (JAA) að fullu gætt.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt 145. gr., sbr. 31., 73. og 74. gr., laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.