Samgönguráðuneyti

542/2004

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 419/1999 um skírteini útgefin af Flugmálastjórn Íslands. - Brottfallin

542/2004

REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð nr. 419/1999 um
skírteini útgefin af Flugmálastjórn Íslands.

1. gr.

Núverandi 1. gr. í V. hluta reglugerðarinnar fellur niður og í staðinn kemur ný svohljóðandi grein:

1. Undanþágur.
Flugmálastjórn Íslands getur heimilað að vikið sé frá ákvæðum reglugerðar þessarar þegar sérstökum ástæðum er til að dreifa og flugöryggi er ekki stefnt í hættu, enda sé reglna Flugöryggissamtaka Evrópu (JAA) að fullu gætt.


2. gr.
Gildistaka o.fl.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt 145. gr., sbr. 31., 73. og 74. gr., laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.


Samgönguráðuneytinu, 14. júní 2004.

Sturla Böðvarsson.
Ragnhildur Hjaltadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica