Umhverfisráðuneyti

524/2006

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 368/2000, um söfnun, endurvinnslu og skilagjald á einnota umbúðir fyrir drykkjarvörur, með síðari breytingum. - Brottfallin

1. gr.

1. mgr. 1. gr. reglugerðarinnar orðast svo: Leggja skal skilagjald á innfluttar drykkjarvörur í einnota flöskum og dósum úr stáli, áli, gleri og plastefni sem innheimt skal við tollafgreiðslu. Sama gjald skal lagt á drykkjarvörur sem framleiddar eru eða átappaðar hér á landi og seldar eru í sams konar umbúðum og að framan greinir. Skal greiða gjaldið samhliða vörugjaldi af innlendum drykkjarvörum. Skilagjald skal nema 8,04 kr. án virðisaukaskatts á hverja umbúðaeiningu og skal ráðherra hækka hámarksfjárhæðina í samræmi við breytingar á vísitölu neysluverðs frá síðustu hækkun gjaldsins.

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað fjárhæðanna "3,00" komi: 3,40.
  2. Í stað fjárhæðanna "2,20" komi: 2,50.
  3. Í stað fjárhæðanna "1,60" komi: 1,80.
  4. Í stað fjárhæðanna "0,32" komi: 0,76.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt 4. gr. laga nr. 52/1989 um ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur og öðlast gildi 1. júlí 2006.

Umhverfisráðuneytinu, 13. júní 2006.

Sigríður A. Þórðardóttir.

Magnús Jóhannesson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica