Dóms- og kirkjumálaráðuneyti

513/2004

Reglugerð um breytingu á reglugerð fyrir talnagetraunir Íslenskrar getspár, nr. 892 10. desember 1999. - Brottfallin

1. gr.

3. gr. liður 3.10, sbr. reglugerð nr. 534 26. júní 2001, orðast svo:

3.10 Verð fyrir hvern leik (röð) í Lottó 5/38 er kr. 75, Jóker kr. 200, og í Víkingalottói kr. 35. Aðeins er unnt að gerast þátttakandi hjá söluaðilum Íslenskrar getspár eða með rafrænum hætti, sbr. lið 3.1.


2. gr.

5. gr. liður 5.5.2, sbr. reglugerð nr. 126 6. febrúar 2001, orðast svo:

5.5.2
Jóker:
Vinningar ráðast af því hve margar útdregnar tölur þátttakandi fær miðað við rétta röð útdreginna talna þannig að,
fyrir 5 tölur réttar greiðast kr. 2.000.000
fyrir 4 fyrstu og 4 síðustu tölur réttar greiðast kr. 100.000
fyrir 3 fyrstu og 3 síðustu tölur réttar greiðast kr. 10.000
fyrir 2 fyrstu og 2 síðustu tölur réttar greiðast kr. 1.000


3. gr.

6. gr. Tölfræðilegar vinningslíkur Jóker verða svohljóðandi:

Jóker:
Fimm réttar rölur 1:100.000
Fjórar réttar tölur 1:5.556
Þrjár réttar rölur 1:556
Tvær réttar tölur 1:56
Heildarupphæð vinninga er 46% að meðaltali.


4. gr.

Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt heimild í lögum um talnagetraunir nr. 26 2. maí 1986, sbr. lög nr. 126 16. desember 2003, öðlast þegar gildi.


Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 7. júní 2004.

Björn Bjarnason.
Fanney Óskarsdóttir.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica