1. gr.
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1851/2003 frá 17. október 2003 um breytingu á reglugerð ráðsins (EBE) nr. 574/72 um beitingu almannatryggingareglna gagnvart launþegum, sjálfstætt starfandi einstaklingum og aðstandendum þeirra sem flytjast á milli aðildarríkja, skal gilda á Íslandi, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 10/2005 frá 8. febrúar 2005 um breytingu á VI. viðauka (Félagslegt öryggi) við EES-samninginn. Reglugerðin skal gilda á Íslandi með þeirri aðlögun sem fram kemur í ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar.
Reglugerðin (EB) nr. 1851/2003 fjallar að hluta til um atvinnuleysistryggingar, greiðslur í fæðingarorlofi, barnabætur og réttindi úr lífeyrissjóðum. Í reglugerð frá félagsmálaráðuneytinu er mælt fyrir um gildistöku þess hluta sem fjallar um atvinnuleysistryggingar og greiðslur í fæðingarorlofi samkvæmt lögum um fæðingar- og foreldraorlof. Í reglugerð fjármálaráðuneytisins er mælt fyrir um gildistöku þess hluta sem fjallar um barnabætur og réttindi úr lífeyrissjóðum.
2. gr.
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1851/2003 og ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 10/2005 sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB, nr. 32, 23. júní 2005, bls. 12-14, er birt sem fylgiskjal með reglugerð þessari.
3. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 66. gr. laga nr. 117/1993 um almannatryggingar, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, 10. maí 2007.
Siv Friðleifsdóttir.
Davíð Á. Gunnarsson.
Fylgiskjal.
(sjá PDF-skjal)