Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

434/2003

Reglugerð um sérfræðiráð Lýðheilsustöðvar. - Brottfallin

434/2003

REGLUGERÐ
um sérfræðiráð Lýðheilsustöðvar.

1. gr.
Hlutverk sérfræðiráða.

Sérfræðiráð skulu vera Lýðheilsustöð og öðrum sem starfa að forvörnum til ráðgjafar hvert á sínu sviði. Um hlutverk þeirra vísast að öðru leyti til ákvæða 6.-9. gr. laga um Lýðheilsustöð nr. 18/2003.


2. gr.
Skipun áfengis- og vímuvarnaráðs.

Heilbrigðisráðherra skipar níu menn í áfengis- og vímuvarnaráð og jafnmarga til vara. Landlæknir skal tilnefna einn fulltrúa og einn til vara. Ráðherra skipar formann og varaformann úr ráðinu.


3. gr.
Skipun manneldisráðs.

Heilbrigðisráðherra skipar sex menn og jafnmarga til vara til setu í manneldisráði. Landlæknir skal tilnefna einn fulltrúa og einn til vara. Ráðherra skipar formann úr hópi ráðsmanna.


4. gr.
Skipun slysavarnaráðs.

Heilbrigðisráðherra skipar níu menn og jafnmarga til vara til setu í slysavarnaráði. Ráðherra skipar formann úr hópi ráðsmanna.


5. gr.
Skipun tóbaksvarnaráðs.

Heilbrigðisráðherra skipar fjóra menn og jafnmarga til vara til setu í tóbaksvarnaráði. Landlæknir skal tilnefna einn fulltrúa og einn til vara.

Ráðherra skipar formann úr hópi ráðsmanna.


6. gr.
Gildistaka.

Reglugerð þessi sem sett er með stoð í lögum nr. 18/2003 um Lýðheilsustöð og öðlast gildi 1. júlí 2003.


Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, 3. júní 2003.

Jón Kristjánsson.
Guðríður Þorsteinsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica