Samgönguráðuneyti

396/1985

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 627 7. september 1983, um lágmarksbúnað loftfara. - Brottfallin

1.gr.

Grein 2.7.1. orðist þannig:

Einshreyfils landflugvélum skal ekki flogið lengra frá landi en svo, að hægt sé að ná til lands í renniflugi. Flugmálastórn getur þó veitt sérstakt leyfi fyrir ferjuflug yfir haf og mini landa, svo og fyrir einkaflug tímabilið frá apríl til september, að því tilskyldu að:

- flugstjórinn hafi a.m.k. 500 klst. flugreynslu og gilda blindflugsáritun,

- flugvélin sé skráð til blindflugs og meðferðis sé björgunarbátur of viðurkenndri gerð er rúmi alla um borð. Báturinn skal búinn neyðarsendi.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt 89. og 186. gr. laga nr. 34 21. maí 1964, um loftferðir, og tekur til íslenskra flugvéla og þyrla, svo og annarra flugvéla og þyrla, sem íslenskur aðili notar eða ræður yfir, staðfestist hér með til að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli.

Samgönguráðuneytið, 9. október 1985.

 

Matthías Bjarnason.

Birgir Guðjónsson.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica