Félags- og vinnumarkaðsráðuneyti

380/2024

Reglugerð um framfærsluöryggi greiðsluþega Tryggingastofnunar sem eru búsettir í Grindavíkurbæ.

1. gr.

Gildissvið.

Reglugerð þessi gildir um greiðslur Tryggingastofnunar til greiðsluþega sem búsettir voru í Grinda­vík 10. nóvember 2023.

 

2. gr.

Markmið.

Með vísan til 1. gr. laga um almannatryggingar, nr. 100/2007, hefur félags- og vinnumarkaðs­ráðherra ákveðið að grípa til sértækra tímabundinna aðgerða í því skyni að vernda afkomu þeirra greiðsluþega Tryggingastofnunar sem vegna náttúruhamfara í og við Grindavíkurbæ búa í óvissu um framfærslu sína, eftir því sem nánar greinir í 3. gr. reglugerðar þessarar.

 

3. gr.

Framlenging á greiðslum og gildistími.

Heimilt er að framlengja tímabundið greiðslur á grundvelli laga um almannatryggingar, nr. 100/2007, og laga um félagslega aðstoð, nr. 99/2007, til greiðsluþega sem búsettir voru í Grinda­víkur­bæ, póstnúmeri 240, 10. nóvember 2023 þrátt fyrir að ekki liggi fyrir örugg vitneskja um að öll skilyrði greiðslna séu uppfyllt. Ástæðu þess að tiltekin skilyrði greiðslna eru ekki uppfyllt verður að mega rekja til þess ástands sem hófst með náttúruhamförunum í og við Grindavíkurbæ 10. nóvember 2023.

 

4. gr.

Gildistaka, gildistími og lagastoð.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 63. gr. laga um almannatryggingar, nr. 100/2007, sbr. 2. mgr. 14. gr. laga um félagslega aðstoð, nr. 99/2007, öðlast þegar gildi. Reglugerð þessi gildir til og með 30. júní 2024.

 

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu, 22. mars 2024.

 

Guðmundur Ingi Guðbrandsson.

Svanhvít Jakobsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica