Innanríkisráðuneyti

367/2015

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 8/2009 um skoðun ökutækja. - Brottfallin

1. gr.

Hvar sem orðin "Umferðarstofa" og "Vegagerðin", í hvaða beygingarfalli sem er, koma fyrir í reglugerðinni, kemur í viðeigandi beygingarfalli: Samgöngustofa.

2. gr.

1. mgr. 3. gr. orðast svo:

Ökutæki, skráð hér á landi, nema dráttarvél, torfærutæki og létt bifhjól í flokki 1, skal færa til reglubundinnar almennrar skoðunar (aðalskoðunar) í samræmi við reglugerð þessa.

3. gr.

6. gr. breytist þannig:

  1. Fyrirsögn 6. gr. skal vera: Hvenær árs skal færa ökutæki til aðalskoðunar.
  2. 3. málsliður 1. mgr. 6. gr. orðast svo: Heimilt er þó að færa ökutæki til skoðunar allt að 6 mánuðum fyrr á almanaksárinu. Þá er heimilt að færa ökutæki til skoðunar 10 mánuðum fyrr á almanaksárinu, hafi ökutækið gilda aðalskoðun sem fram fór fyrir 1. nóvember liðins árs með niðurstöðunni "án athugasemda" eða "lagfæring" sam­kvæmt skoðunarvottorði.

4. gr.

8. gr. breytist þannig:

  1. a-liður 1. mgr. orðast svo:
    1. hafi skráningarmerkin verið tekin af ökutækinu af öðrum ástæðum en van­bún­aði eða vegna þess að það hefur ekki verið fært til skoðunar á til­settum tíma;
  2. 1. málsliður 3. mgr. 8. gr. orðast svo: Ökutæki, sem lögreglan hefur tekið skrán­ingar­merki af vegna vanbúnaðar, tjóns eða það hefur ekki verið fært til skoð­unar á tilsettum tíma, skal færa til skoðunar áður en skráningarmerki eru afhent að nýju.

5. gr.

Ákvæði 10. gr. orðast svo:

10. gr.

Vegaskoðun.

Skipulagt eftirlit Samgöngustofu, lögreglu og skoðunarstofu skal fara fram á vegum á ástandi vörubifreiða, hópbifreiða, svo og eftirvagna og tengitækja með leyfilega hámarks­þyngd yfir 3.500 kg. Eftirlitið skal felast í einum, tveimur eða öllum eftirfarandi þáttum:

 

a)

sjónskoðun á ástandi ökutækis í kyrrstöðu,

 

b)

könnun á nýlegu vegaskoðunarvottorði eða skoðunarvottorði frá síðustu skoðun ökutækisins á skoðunarstöð,

 

c)

skoðun hvort um vanbúið ökutæki sé að ræða. Skoðunin skal fara fram í samræmi við skoðunarhandbók ökutækja og tekur til eins, fleiri eða allra eftirfarandi atriða:

   

0)

Auðkenni (Tengibúnaður, merkingar o.fl.).

   

1)

Hemlabúnaður (Hemlabúnaður).

   

2)

Stýrisbúnaður (Stýrisbúnaður).

   

3)

Útsýn (Skynbúnaður og yfirbygging).

   

4)

Ljósabúnaður og rafkerfi (Skynbúnaður og tengibúnaður, merkingar o.fl.).

   

5)

Ásar, hjól, hjólbarðar, fjöðrun (Hjólabúnaður).

   

6)

Undirvagn og viðfestur búnaður (Burðarvirki, yfirbygging, hreyfill og fylgi­búnaður).

   

7)

Annar búnaður, þ.m.t. ökuriti og hraðatakmörkunarbúnaður (Yfirbygging og afl­rás).

   

8)

Óþægindi, þ.m.t. útblástur og eldsneytis- og/eða olíuleki (Hreyfill og fylgi­bún­aður og aflrás).



Ef vottorð, sem ökumaður leggur fram við vegaskoðun á grundvelli b-liðar 1. mgr., sýnir að eitthvert atriði sem skoða skal við vegaskoðun hefur verið skoðað á síðustu þremur mán­uðum skal ekki skoða það atriði aftur nema réttlæta megi slíkt á grundvelli augljóss ágalla eða vanrækslu.

Reynist ástand ökutækis ófullnægjandi má lögregla krefjast þess að ökutækið skuli fært til skoðunar, sbr. 14. gr. Sé ökutækið talið hættulegt umferðaröryggi eða hefur ekki verið fært til skoðunar þegar krafist er getur löggæslumaður tekið af því skráningarmerki og lagt bann við notkun þess.

6. gr.

B-liður 1. mgr. 1. gr. III. viðauka orðast svo:

 

b)

hemlaprófari samkvæmt 3. gr. í II. viðauka og/eða heml­unar­klukka sem mælir hemlunarvirkni í akstri.



7. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 67. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, öðlast þegar gildi.

Innanríkisráðuneytinu, 25. mars 2015.

Ólöf Nordal.

Ragnhildur Hjaltadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica